Tiltekt í húsnæði Hvalasafnsins

Á dögunum fór fram mikil tiltekt í húsnæði Hvalasafnsins á jarðhæð, undir safninu sjálfu. Þar hafði safnast saman ýmislegt sem ekki tengdist starfsemi safnsins, auk þess sem unnið hefur verið að hvölum og þeir hreinsaðir í rýminu í gegnum árin og hefur rýmið ekki alltaf verið skipulega þrifið eftir þá vinnu. Þá hefur í gegnum árin komið upp mýrarrauði í gegnum steingólf. Í sumar var farin fyrri umferð tiltektar og umfram dóti komið annað í geymslu og öðru hent.

 

Eins og sést er rýmið heldur illa farið og stendur nú til að mála, flota gólf og gera rýmið vistlegra til framtíðar.

Eins og sést er rýmið heldur illa farið og stendur nú til að mála, flota gólf og gera rýmið vistlegra til framtíðar.

Á dögunum var svo seinni umferð tiltektar framkvæmd og samdi Hvalasafnið við Björgunarsveitina Garðar um aðstoð við vinnuna og mættu þeir með mikinn mannskap, tæki og tól og vannst verkið hratt og vel á einni kvöldstund. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott samstarf.

 

Eins og sést er gólfið heldur illa farið og hefur mýrarrauða komið þar upp í gegnum árin.

Eins og sést er gólfið heldur illa farið og hefur mýrarrauði komið þar upp í gegnum árin og sett mark sitt á það.

 

Forsetinn heimsótti Hvalasafnið

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hvalasafnið í dag í tengslum við Landkönnunarhátíð sem fram fer á Húsavík um helgina. Með í för voru Bandaríkjamennirnir Scott Parazynski, geimfari og ævintýramaður, og Meenakshi Wadhwa prófessor í jarðfræði og geimvísindum. Steypireyðargrindin vakti meðal annars athygli þessara góðu gesta.

 

Hér eru gestirnir ásamt Valdimari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.

 

Ungir gestir í heimsókn

Það hefur verið nóg um að vera í Hvalasafninu það sem af er hausti. Í viðbót við aukningu ferðamanna milli ára hafa skólaheimsóknir hafist með pompi og prakt þar sem nemendur skóla úr nágrenninu heimsækja safnið og fá leiðsögn.

Í gær kom fyrsti nemendahópur Hvalaskólans veturinn 2016/2017 í heimsókn, en það voru áhugasamir nemendur deildarinnar Tungu á Grænuvöllum.

mynd3

En skólaheimsóknir einskorðast ekki aðeins við Hvalaskólann, heldur tekur safnið vel á móti öllum skólahópum í skipulögðum heimsóknum og eru heimsóknirnar eins og segir í safnalögum gjaldfrjálsar. Í morgun komu svo ungir og efnilegir nemendur frá deildinni Bergi á Grænuvöllum og tók hún Huld vel á móti þeim.

mynd1

Samstarf Hvalasafnsins og Whales of Iceland

Forsvarsmenn Hvalasafnsins á Húsavík og Whales of Iceland, Hvalasýningarinnar á Granda, skrifuðu í gær undir samstarfssamning á Vestnorden ferðakaupsráðstefnunni sem haldin er í Reykjavík. Samningurinn felur í sér að aðilar hans munu kynna söfn og sýningu hvors annars. Í því felst einkum að bæklingar og kynningarefni frá báðum aðilum verða aðgengilegir í Hvalasafninu á Húsavík og á Hvalassýningunni hjá Whales of Iceland í Reykjavík.
Mikilvægasti hluti samstarfsins felst í afsláttarkjörum sem gilda gagnkvæmt fyrir viðskiptavini beggja samningsaðila frá og með árinu 2017. Þannig mun aðgöngumiði inná sýninguna í Reykjavík gilda sem 20% afsláttur inná safnið á Húsavík og öfugt. Nægilegt verður fyrir viðskiptavini að vísa fram aðgöngumiða frá öðrum hvorum aðilanum þessu til staðfestingar.
Samningurinn er að mati beggja aðila jákvæður, auk þess sem samstarfssamningurinn er til hagsbóta fyrir viðskiptavini beggja aðila.

 

fullsizerender

Sædís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Whales of Iceland og Valdimar Halldórsson framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík handsala samninginn.

Um Hvalasafnið á Húsavík
Hvalasafnið á Húsavík var stofnað árið 1997. Safnið er sérhæft safn um hvali sem hefur þann megintilgang að stuðla að söfnun muna og sagna tengdum hvölum og hvalveiðum, skráningu þeirra og varðveislu. Auk þess er hlutverk þess að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra á hagnýtan og áhugaverðan hátt og auðvelda þannig aðgang þjóðarinnar að slíkum upplýsingum. Með fræðslu um hvali og lífríki þeirra eykur Hvalasafnið einnig á fræðslugildi hvalaskoðunarferða sem farnar eru frá Húsavík og víðar. Fjöldi gesta á árinu 2016 stefnir í ríflega 35.000.

Um Whales of Iceland
Hvalasýningin, Whales of Iceland, var opnuð í febrúar árið 2015. Á sýningunni má finna manngerð líkön í raunstærð af þeim 23 hvalategundum sem hafa fundist í hafinu umhverfis Ísland ásamt ýmsum  gagnvirkum fræðslustöðvum. Einnig er boðið upp á hljóðleiðsögn þar sem gestir fá fræðslu um hvalina á léttan og áhugaverðan hátt. Markmið Hvalasýningarinnar er að veita gestum innsýn inn í einstaka veröld hvalanna og tækifæri til að komast í snertingu við þennan heim sem er okkar annars svo dulinn.

 

Hvalasafnið opið alla daga í október

Í ljósi góðrar aðsóknar í haust verður opið á Hvalasafninu alla daga í október frá kl 10-16. Við hvetjum gesti til að kíkja í heimsókn til okkar og minnum á að kaffihornið er á sínum stað með ókeypis kaffibolla fyrir gesti safnsins.

opnun

Þá minnum við einnig á minjagripaverslun okkar í anddyri safnsins, en í henni má finna gott úrval af gjafavöru og minjagripum. Verslunin er opin á opnunartímum safnsins. Frá 1. nóvember og fram til loka apríl tekur við hefðbundinn vetraropnun, en þá er opið alla virka daga frá kl 10-16 en lokað um helgar.

minja

 

Verkefni Hvalasafnsins kynnt í tilefni af Our Ocean ráðstefnunni í Washington DC

Verkefni Hvalasafnsins, Connecting Coastal Communities, er eitt af mörgum verkefnum sem kynnt eru á heimasíðunni 1000 Ocean Actions sem opnuð var í tengslum við Our Ocean ráðstefnuna í Washington DC nú fyrir helgi. Ráðstefnan, sem haldin er af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, fjallar um verndun hafsvæða, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, mengun sjávar og áhrif hnattrænnar hlýnunar á höfin.

oceans_logo_no_dash_600_1

Verkefnið Connecting Coastal Communities er eitt af þremur framlögum Íslendinga sem koma fram á gagnvirku korti á 1000 Ocean síðunni, sem liður í verndun hafsins.

1000oceans

Fulltrúi Íslands á ráðstefnunni var Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ráðherra ferðamála í heimsókn

Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvegaráðherra heimsótti Hvalasafnið í dag á leið sinni um Húsavík. Með Ragnheiði í för var Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður, Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri, Eva Magnúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Þórður Reynisson lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þau gáfu sér tíma til að skoða vel nýju steypireyðarsýninguna sem og aðrar sýningar safnsins. Ekki var að heyra annað en gestunum hafi líkað vel. Starfsfólk Hvalasafnsins þakkar þeim fyrir ánægjulega heimsókn.

14333831_10154491348082370_7634904787230156717_n

Opnun nýrrar fræðslusýningar um höfrunga og háhyrninga

Í dag var opnuð ný fræðslusýning um höfrunga og háhyrninga í Hvalasafninu.

Um sýningarstjórn sá listakonan Sonia Levy, en fræðsluefni nýju sýningarinnar er fengið frá Dr. Marianne Rasmussen hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, Sabrinu Brando sérfræðingi um dýravelferð og dýrafræðingnum Mark Carwardine. Á sýningunni gefur einnig að líta náttúrulífsmyndir eftir teiknarann Uko Gorter, sem sérhæfir sig í teikningum á sjávarspendýrum.

img_7330

Valdimar Halldórsson forstöðumaður Hvalasafnsins setur sýninguna formlega

Um uppsetningu rýmisins sáu Sonia Levy og hönnuðirnir Filip Tydén og Elena Schneider.

 

Frá vinstri: Elena Schneider, Sonia Levy og Philip Tydén

Upplýsingarnar í sýningunni eru fengnar eftir nýjustu rannsóknum og uppgötvunum og var rýmið hannað með þeim hætti að hægt er að breyta og bæta við nýjum upplýsingum eftir því sem við á.

Sérstök áhersla var lögð á nánasta umhverfi, t.a.m. eru flestar þær ljósmyndir sem notaðar eru í sýningunni teknar á Skjálfanda eða við Ísland og teknar af rannsakendum og hvalaleiðsögumönnum.

Farsælt samstarf Hvalasafnsins og Bandaríska sendiráðsins

Valdimar Halldórsson og Huld Hafliðadóttir, starfsmenn Hvalasafnsins, áttu í gær góðan fund með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber. Hvalasafnið hefur undanfarin misseri átt í góðu samstarfi við Bandaríska sendiráðið, en síðastliðinn vetur tók sendiráðið þátt í að styrkja samstarfsverkefni Hvalasafnsins á Húsavík og Hvalveiðisafnsins í New Bedford í Bandaríkjunum. Verkefnið, sem ber heitið Connecting Coastal Communties, miðar að því að tengja saman ólík strandsamfélög beggja vegna Atlantshafsins í gegnum safnasamstarf og ungmennaskipti. Á fundinum þakkaði starfsfólk safnsins formlega fyrir stuðninginn við verkefnið, en slíkur stuðningur er safninu og fræðslustarfi þess afar mikilvægur. Í lok fundar færði Huld Robert þakkargjöf sem þátttakendur í verkefninu áttu þátt í að útbúa.

Þá kom einnig fram á fundinum einlægur vilji beggjað aðila til áframhaldandi samstarfs.

IMG_1364_frétt

 

Góðir gestir í safninu

Það hefur verið gestkvæmt í Hvalasafninu í sumar eins og gefur að skilja, en sumir gestir tengjast safninu á annan og meiri hátt en hinn hefðbundni ferðamaður.

Það gera sannarlega hinar þýsku Elke Wald og Silke Ahlborn, sem litu við í safninu á dögunum, þegar þær eyddu nokkrum dögum á Húsavík og nágrenni.

Báðar Elke og Silke störfuðu í Hvalasafninu upp úr aldamótum, Elke sem verkefnastjóri undir framkvæmdastjórn Ásbjörns Björgvinssonar stofnanda Hvalasafnsins og Silke sem sjálfboðaliði, auk þess sem hún tók síðar að sér leiðsöguhlutverk um borð í bátum Norðursiglingar.

 

2016-06-22 14.01.18

Silke og Elke við nýju steypireyðarsýninguna

 

 

2016-06-22 14.03.21

Kunnugleg verk Namiyo Kubo á suðurveggnum

 

2016-06-22 14.04.58

Það voru ánægjulegir endurfundir hjá Elke, Silke og Jan, en mikill vinskapur er milli þeirra frá fyrri tíð.

 

2016-06-22 14.06.29

Áfram Ísland!