Hér erum við2018-07-16T09:57:49+00:00

Hvalasafnið á Húsavík

Hvalasafnið er staðsett á Hafnarstétt 1 í “Gamla sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga”.

Húsavík við þjóðveg 85

Húsavík er með vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna á Norðurlandi. Skammt er í þekktar náttúruperlur svo sem Jökulsárgljúfur, Ásbyrgi, Vatnajökulsþjóðgarð og Mývatnssveit, en þessir viðkomustaðir eru hluti af hinum vinsæla demantshring. Um 1 klst. akstur er til Akureyrar.

Einn besti hvalaskoðunarstaður í Evrópu

Húsavík er þekkt sem einn af bestu hvalaskoðunarstöðum í Evrópu. Hvalaskoðunarfyrirtækin NorðursiglingGentle Giants, Salka Whale Waching og Húsavík Adventures bjóða hvalaskoðunarferðir allt sumarið. Nánari upplýsingar um afþreyingarmöguleika á Húsavík og Norðurlandi má nálgast hér og hér.