Fylgdu okkur á:

 • Facebook
 • Instagram
 • YouTube
 • Sjálfboðaliðastarf

  Sjálfboðaliðar

  Frá árinu 1997 hefur fjöldi sjálfboðaliða frá ýmsum löndum starfað hjá Hvalasafninu, flestir sumarlangt, en mikil eftirspurn er meðal erlendra nema að öðlast reynslu við fræðslustörf á stofnunum eins og Hvalasafninu.

  ATH: Ekki er tekið við sjálfboðaliðum sumarið 2017

   

  Hlutverk sjálfboðaliða

  Aðalverkefni þeirra innan safnsins eru leiðsögn um safnið, fyrirlestrar og kynningar, þátttaka í rannsóknarstörfum og vinna að endurbótum sýningar. Það er afar þýðingarmikið fyrir Hvalasafnið að fá að starfa með sem breiðustum hóp þegar kemur að hugmyndavinnu og uppbyggingu safnsins, slíkt þverfaglegt samstarf sem á sér stað á sumrin í Hvalasafninu skilar sér margfalt til baka.

   

  Ómetanlegt framlag

  Vinna og framlag sjálfboðaliðanna hefur reynst afar dýrmæt og er mikils metin af safninu, en gaman er að segja frá því að safnið var svo að segja byggt upp frá grunni af sjálfboðaliðum. Áhugasamir geta lesið sér nánar til um sjálfboðaliðaverkefnið á ensku útgáfu heimasíðunnar.

   

  IMG_8701

  Sjálfboðaliðar 2014