20 ára afmælishátíð Hvalasafnsins 9-11 maí

Dagana 9-11 maí verður mikið um dýrðir í Hvalasafninu í Húsavík. Tilefnið er 20 ára afmæli safnsins sem átti sér stað á síðasta ári. Til stóð að halda afmælið í fyrra en vegna mikilla mannabreytinga meðal starfsmanna var hátíðinni frestað um eitt ár.

Afmælishátíðin hefst þann 9. maí kl. 18 með Hvalaráðstefnunni sem nú er haldin í fimmta sinn. Ráðstefnan er hugsuð sem leið til miðlunar upplýsinga um nýjustu rannsóknir á sjávarspendýrum í Skjálfandaflóa og víðar. Dagskrá ráðstefnunnar gerir starfsfólki hvalaskoðunarfyrirtækja, leiðsögumönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu kleift að fræðast um nýjustu niðurstöður rannsókna.
Fyrirlesarar ráðstefnunnar í ár koma víða að. Fulltrúar Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík, þau Adam Smith, Charla Basran og Dr. Marianne Rasmussen verða með sitt erindið hvert áður en haldið verður í klukkustundar matarhlé. Eftir hlé verða einnig þrír fyrirlestrar, fyrst frá Katie Pavid (Náttúruminjasafnið í London) og Callum Mair (Iris films), Richard Sabin (Náttúruminjasafnið í London) og bandaríski hvalasérfræðingurinn Erich Hoyt.

Á föstudaginn 10 maí kl. 18 verður svo sérstök opnun á afmælissýningu Hvalasafnsins. Sýningin stiklar á stóru í sögu safnsins í máli og myndum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar verða í boði.

Á laugardaginn 11. maí frá kl. 14-17 verður svo frír aðgangur í safnið ásamt því að sérstök afmælisterta verður í boði.

Starfsfólk og stjórn Hvalasafnsins á Húsavík vonast til þess að sem allraflestir sjái sér fært að koma og njóta afmælishátíðarinnar með þeim.

Dagskrá Hvalaráðstefnunnar í ár
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.