20 ára afmælishátíð Hvalasafnsins 9-11 maí

Dagana 9-11 maí verður mikið um dýrðir í Hvalasafninu í Húsavík. Tilefnið er 20 ára afmæli safnsins sem átti sér stað á síðasta ári. Til stóð að halda afmælið í fyrra en vegna mikilla mannabreytinga meðal starfsmanna var hátíðinni frestað um eitt ár.

Afmælishátíðin hefst þann 9. maí kl. 18 með Hvalaráðstefnunni sem nú er haldin í fimmta sinn. Ráðstefnan er hugsuð sem leið til miðlunar upplýsinga um nýjustu rannsóknir á sjávarspendýrum í Skjálfandaflóa og víðar. Dagskrá ráðstefnunnar gerir starfsfólki hvalaskoðunarfyrirtækja, leiðsögumönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu kleift að fræðast um nýjustu niðurstöður rannsókna.
Fyrirlesarar ráðstefnunnar í ár koma víða að. Fulltrúar Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík, þau Adam Smith, Charla Basran og Dr. Marianne Rasmussen verða með sitt erindið hvert áður en haldið verður í klukkustundar matarhlé. Eftir hlé verða einnig þrír fyrirlestrar, fyrst frá Katie Pavid (Náttúruminjasafnið í London) og Callum Mair (Iris films), Richard Sabin (Náttúruminjasafnið í London) og bandaríski hvalasérfræðingurinn Erich Hoyt.

Á föstudaginn 10 maí kl. 18 verður svo sérstök opnun á afmælissýningu Hvalasafnsins. Sýningin stiklar á stóru í sögu safnsins í máli og myndum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar verða í boði.

Á laugardaginn 11. maí frá kl. 14-17 verður svo frír aðgangur í safnið ásamt því að sérstök afmælisterta verður í boði.

Starfsfólk og stjórn Hvalasafnsins á Húsavík vonast til þess að sem allraflestir sjái sér fært að koma og njóta afmælishátíðarinnar með þeim.

Dagskrá Hvalaráðstefnunnar í ár
Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.