Í liðinni viku heimsótti Eva Björk þær Litlu-Grá og Litlu-Hvít, mjaldrana sem fluttu á síðasta ári frá sædýragarði í Kína til Klettsvíkur í Vestmannaeyjum.
Heimsóknin var mjög áhugaverð og fræðandi. Hvalasafnið hlakkar til samstarfs með Mjaldragarðinum á komandi árum.
Verkefnið var styrkt af Safnaráði.
Hvalasafnið verður lokað 20. – 24. Febrúar vegna námsferðar starfsmanna til New York þar sem starfsmönnum er boðið í heimsókn á Ameríska náttúruminjasafnið. Tilgangur heimsóknarinnar er að skoða hvernig safnið nýtir gagnvirka sýningartækni til þess að efla fræðslu og þátttöku gesta sem heimsækja safnið.
Hvalasafnið opnar aftur þriðjudaginn 25. Febrúar.
Ferðin er styrkt af Safnaráði.
Sparisjóður Suður-Þingeyinga úthlutaði nú á dögunum úr samfélagssjóði sínum 460.000 ISK til styrktar Hvalaskóla Hvalasafnsins á Húsavík. Það var Helga Dögg Aðalsteinsdóttir frá Sparisjóðnum á Húsavík sem afhenti styrkinn til Evu Bjarkar Káradóttur, forstöðumanns Hvalasafnsins og Garðars Þrastar Einarssonar Hvalasafnsstjóra.
Hvalaskólinn er samstarfsverkefni Hvalasafnsins , leik-, grunn- og framhaldsskóla á Húsavík og nágrenni, og stuðlar að fræðslu nemenda um hvali og lífríki þeirra við Ísland og aukin tengsl við lífríkið í nærumhverfinu.
Þessi styrkur mun nýtast Hvalaskólanum vel til tækjakaupa, þróunar námsefnis og vettvangsferða nemenda.
Þakkar Hvalasafnið á Húsavík Sparisjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.
Hvalasafnið á Húsavík leitar að listamanni til að vinna sýningu í listarými safnsins fyrir tímabilið 2020-21.
Sýningin verður að tengjast hvölum eða lífríki þeirra með einhverjum hætti.
Áætlað er að unnið verði að uppsetningu sýningarinnar í janúar/febrúar 2020.
Umsókn eða fyrirspurnir má senda á eva@hvalasafn.is með fyrirsögninni Art 2020.
Með umsókn skal fylgja lýsing á sýningu og verkum ásamt kostnaðaráætlun.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. október 2019.
Um yfirstandandi sýningu:
„Ocean & the whales“ eftir Renata Ortega.
Sýningin samanstendur af vatnslita og akrýl málverkum af hvölum sem finnast í Atlantshafinu og við norðurheimskautið. Sýningin stendur fram í miðjan desember 2019.
Hvalasafnið bíður Þingeyinga og nærsveitunga velkomna í safnið á Skírdag og Föstudaginn langa. Boðið verður upp á spurningaleik fyrir fjölskyldur þar sem fimm heppnir þátttakendur geta unnið páskaegg nr. 4 frá Nóa Síríus.
Við hlökkum til að sjá ykkur í safninu um páskana.
Opið verður alla daga í Apríl frá 10-16.