Holiday Closing Announcement

Dear valued visitors,

As the holiday season approaches, we would like to inform you that the Húsavík Whale Museum will be closed for the festive period from December 24th to January 1st.

During this time, our team will be taking a well-deserved break to celebrate the holidays with their loved ones. We appreciate your understanding and look forward to welcoming you back when we reopen on January 2nd.

Thank you for your continuous support, and we wish you a joyful holiday season filled with warmth, happiness, and unforgettable moments.

Happy holidays from Húsavík Whale Museum!

 

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir,

Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

 Við munum njóta jólahátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og þökkum veittan skilning á lokuninni. Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur á nýju ári, þegar við opnum á ný 2. Janúar.

 Hvalasafnið þakkar stuðninginn á liðnu ári og óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.

 Jólakveðja frá Hvalasafninu á Húsavík!

 

 

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á árinu sem leið.

Starfsemi í heimsfaraldri.

Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á starfsemi safnsins á síðustu tveim árum, en í mótlæti myndast svigrúm til að koma auga á ný skapandi tækifæri. Tími sem einkenndist af samkomutakmörkunum og lokunum var nýttur í uppbyggingu og endurbótum á jarðhæð safnsins sem hafði ekki verið í notkun í áratugi. Ráðist var í metnaðarfullar endurbætur þar sem veggir voru rifnir út og endurbyggðir, gólf flotuð, drenað meðfram húsinu, múrverk lagað, lagt nýtt rafmagnskerfi, nýtt brunavarnakerfi og fleira.

Í kjölfarið var gerður var leigusamningur við Þekkingarnet Þingeyinga og Fab Lab smiðja hóf starfsemi í nýja rýminu nýlega. Fab Lab kemur af enska orðinu Fabrication Laboratory og er einskonar framleiðslu tilraunastofa. Smiðjan er búin tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er og er opin öllum sem vilja þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Samstarf milli Hvalasafnsins og Þekkingarnets Þingeyinga mun halda áfram að vaxa á komandi tímabili en nú standa yfir miklar framkvæmdir sem felast í því að sameina byggingarnar við Hafnarstétt 1 og 3. Með sameiningu verður faglegt samstarf milli stofnana eflst sem mun leiða til nýrra tækifæra á sviði rannsókna og miðlunar.

Hvalaskólinn tók aftur til starfa á árinu við mikla ánægju nemenda sem og starfsmanna safnsins auk þess sem unnið er að því að þróa hvalaskólann og gera hann aðgengilegan á netinu fyrir stærri hóp nemenda um allt land. Safnið leitar nú að samstarfsaðila til þess að þróa stafrænt námsefni fyrir komandi tímabil.

Í Maí heimsótti Eva Björk, framkvæmdastjóri safnsins,  Mjaldragarðinn í Vestmanneyjum og fundaði með Audrey Padgett um möguleika á samstarfi í tenglum við sýningu sem tengist Mjöldrunum.

 

Hömlur í faraldrinum leiddu til þess að Hvalaráðstefnan var í fyrsta sinn send út í beinni útsendingu í gegn um Facebook, þar sem ráðstefnan er enn aðgengileg og hafa 570 mann horft á fyrri útsendingu og 325 á þá seinni. Vanalega hafa um 40-50 manns geta fylgst með ráðstefnunni í sal safnsins.

Safnið fékk styrkveitingar frá Safnaráði fyrir mörgum verkefnum á árinu og gengur vel að vinna að þeim, má þar nefna endurbætur í safnageymslu, skráningu og ljósmyndun á gripum, uppsetning á nýrri sýningu um gróður og líf á grunnsævi og verkun á beinagrind af hnísu sem verður notuð sem kennsluverkfæri.

Hvalasafnið í samstarfi við Whale Wise hélt Ocean Film Festival í fyrsta sinn og voru sýndar myndir sem eru innblásnar af hafinu, bæði valdar heimildamyndir og myndir sem voru gerðar af aðilum sem tengjast vísindasamfélaginu á Íslandi. Viðburðurinn var vel sóttur og skemmtilegur. Á árinu verður hátíðin haldin í annað sinn og verður stærri í sniðinu en áður. Hátíðin er í ár skráð í gagnagrunn fyrir kvikmyndahátíðir og tekur við umsóknum alstaðar að úr heiminum.

Um sumarið var loksins var hægt að prufukeyra sýndarveruleikaupplifun safnsins og gekk það mjög vel. Starfsmaður leiðbeindi gestum í gegn um upplifunina þar sem þeir upplifa að synda í hafinu umhverfis háhyrninga, búrhvali, hnúfubaka, grindhvali, seli og mjaldri. Nú er upplifunin aðgengileg innan safnsins og geta gestur gengið að henni og prófað án aðstoðar starfsmanna.

Í október var sett upp ný listasýning eftir þau Katrina Davis og Jack Cowley og er blanda af list og ljóðum innblásin af reynslu þeirra sem leiðsögumenn í hvalaskoðun við Skjálfanda.

Í desember var haldin jólamarkaður í safninu í samstarfi við Húsavíkurstofu og vakti sá viðburður mikla lukku, bæði meðal söluaðila sem og þeirra sem komu til að versla jólavarning og skoða safnið.

Árið í tölum.

Á árunum fyrir covid var aðsókn í safnið í kring um 30.000 manns á ári. Þegar heimsfaraldurinn skall á féll gestafjöldi niður í 11.000 árið 2020, og jókst upp í 22.000 manns árið 2021.

21% gesta kom frá Bandaríkjunum, 18% voru Íslendingar, 13% Þjóðverjar, 9% frá Frakklandi, 5% frá Ítalíu og 34% frá öðrum löndum.

 

Eins og við var að búast er rekstrarniðurstaðan töluvert betri en árið 2020. Sala aðgöngumiða og minjagripa er að aukast um 32,4 m.kr. milli ára og verkefnastyrkir eru að aukast um 3,5 m.kr. Alls eru tekjur félagsins að aukast um 118%.

EBITDA ársins er 12,7 m.kr. en í fyrra var EBITDA neikvæð um 6,1 m.kr.

Ársreikningur safnsins er nú aðgengilegur á heimasíðu.

Heimsókn í Mjaldragarðinn í Vestmannaeyjum.

Í liðinni viku heimsótti Eva Björk þær Litlu-Grá og Litlu-Hvít, mjaldrana sem fluttu á síðasta ári frá sædýragarði í Kína til Klettsvíkur í Vestmannaeyjum.

Heimsóknin var mjög áhugaverð og fræðandi. Hvalasafnið hlakkar til samstarfs með Mjaldragarðinum á komandi árum.

 

 

Verkefnið var styrkt af Safnaráði.

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og átti upphaflega vera til sýnis út árið 2019. Þegar kom að því að fá inn næstu listamenn sem ætluðu að koma til okkar erlendis frá setti heimsfaraldurinn strik í reikninginn og því var brugðið á það ráð að halda Renu þar til ferðalög yrðu möguleg á ný. Nú þegar líða fer að vori 2021 er en óvíst hvenær við getum ferðast hindranalaust á milli landa og verður því brugðið á það ráð að setja upp tímabundna sýningu um plast í hafi í samstarfi við Ocean Mission.

Ocean Mission er samfélag einstaklinga sem vinnur að rannsóknum og verndun hafsins. Verkefni Ocean Mission felast í tímabundnum rannsóknum á viðkvæmum hafsvæðum til þess að safna upplýsingum fyrir vísindamenn, löggjafavald og aðra hagsmunaaðila sem er annt um villta náttúru og heilsu hafsins. Áhersla er lögð á svæði sem vekja vísindalegan áhuga eða eru lítið sótt vegna landfræðilegra þátta. Sjónum er sérstaklega beint að rusli sem flýtur í hafi, þar með talið veiðifæri og plast, og miða rannsóknir að því að meta áhrif á lífríki sjávar.

Verið er að leita eftir styrktaraðilum til þess að aðstoða við fjármögnun sýningarinnar.

Hvalasafnið þakkar Renu innilega fyrir fallega listasýningu sem við kveðjum með söknuði.

 

Listaverk eftir Renata Ortega

Exhibition update.

Today we took down Renata Ortega´s art exhibition that has been on display since middle of 2018. Originally the exhibition was supposed to stay until the end of 2019 to
be replaced by new artists. However, when time came to travel to Iceland the
pandemic forced us to postpone. Now it´s close to spring 2021 and we
still do not know when traveling will be possibly in an pimply way. For now, we will fill
up our empty space with a temporary exhibition about plastic´s in the ocean in collaboration with Ocean Missions.

Ocean Missions is a community of dedicated individuals with passion for ocean conservation.

“We conduct periodic scientific surveys within sensitive conservation areas to gather valuable information for scientists, policy makers and other stakeholders about wildlife and the ocean´s health. We explore places of special scientific interest or remote
locations with difficult access for other vessels. We want to pay special attention to marine debris pollution including fishing gear and plastics, and to study its interaction with marine life.”

 

 

The museum is currently looking for support to finance this exhibition. 

 

The Whale Museum sends much appreciation to Rena for her beautiful exhibition, her artwork will be missed. 

 

Artwork by Renata Ortega

Reaction to COVID-19

Due to the COVID-19 pandemic and the ongoing ban on public events decreed by the Minister of Health, the Húsavík Whale Museum will be closed until May 4th or until the ban on gathering ends.

The museum staff will continue to work on various projects in the museum. To contact us please send an email to info@whalemuseum.is.

Lokað í Hvalasafninu 20. – 24. Febrúar.

Hvalasafnið verður lokað 20. – 24. Febrúar vegna námsferðar starfsmanna til New York þar sem starfsmönnum er boðið í heimsókn á Ameríska náttúruminjasafnið. Tilgangur heimsóknarinnar er að skoða hvernig safnið nýtir gagnvirka sýningartækni til þess að efla fræðslu og þátttöku gesta sem heimsækja safnið.

Hvalasafnið opnar aftur þriðjudaginn 25. Febrúar.

Ferðin er styrkt af Safnaráði.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir Hvalaskólann

Sparisjóður Suður-Þingeyinga úthlutaði nú á dögunum úr samfélagssjóði sínum 460.000 ISK til styrktar Hvalaskóla Hvalasafnsins á Húsavík. Það var Helga Dögg Aðalsteinsdóttir frá Sparisjóðnum á Húsavík sem afhenti styrkinn til Evu Bjarkar Káradóttur, forstöðumanns Hvalasafnsins og Garðars Þrastar Einarssonar Hvalasafnsstjóra.

Hvalaskólinn er samstarfsverkefni Hvalasafnsins , leik-, grunn- og framhaldsskóla á Húsavík og nágrenni, og stuðlar að fræðslu nemenda um hvali og lífríki þeirra við Ísland og aukin tengsl við lífríkið í nærumhverfinu.

Þessi styrkur mun nýtast Hvalaskólanum vel til tækjakaupa, þróunar námsefnis og vettvangsferða nemenda.
Þakkar Hvalasafnið á Húsavík Sparisjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.

Christmas opening hours 2019