Árið 2016 ákvað Hvalasafnið að hætta rekstri frystihólfa á jarðhæð hússins. Rekstrarkostnaður hafði aukist mikið gegnum árin og þjónaði ekki lengur tilgangi að leigja þau út. Þess í stað auglýsti safnið hluta neðri hæðarinnar til sölu og keypti fyrirtækið Steinsteypir 15% hússins árið 2017. Við tók gríðarmikil vinna við niðurrif, burðarþolsstyrkingar og almenna uppbyggingarvinnu. Hluti rýmisins hýsir nú almenningsklósett en einnig má finna hannyrðabúð og veitingastað í „Steinsteypisrýminu“. Árin 2017-2019 hafa verið mjög viðburðarrík í endurnýjun á ytri útliti eins og samanburðarmyndir bera gott vitni um.

 

 

Steypireyðarsýningin opnaði 12. mars eftir 6 mánaða vinnu við uppsetningu grindarinnar og aðrar nauðsynlegar breytingar. Formleg opnun að viðstöddum Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra var haldin 22. maí sama ár.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra Íslands og Jan Klitgaard framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík (2014-2016)

Illugi Gunnarsson klippir á borða og opnar steypireyðarsýninguna