Gestur númer 34.000 á safninu

Vel hefur gengið á Hvalasafninu í sumar og haust og hefur fjöldi gesta það sem af er ári aldrei verið meiri. Þótt aðsókn hafi minnkað frá því sem var á háannatímanum í júlí og ágúst hefur september verið góður og gestir almennt ánægðir með sýningar safnsins.  Í morgun kom gestur númer 34.000 á safnið það sem af er árs 2016 og ákvað starfsfólk safnsins að gleðja hann. Það var erlendur ferðamaður, Ursula Gärner frá Austurríki, sem var svo heppin að vera gestur númer 34.000. Ursula fékk miða á safnið, bókagjöf og tösku merkta safninu af þessu tilefni.

14438977_10154481764064174_1372954073_o

 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.