Gestur númer 34.000 á safninu

Vel hefur gengið á Hvalasafninu í sumar og haust og hefur fjöldi gesta það sem af er ári aldrei verið meiri. Þótt aðsókn hafi minnkað frá því sem var á háannatímanum í júlí og ágúst hefur september verið góður og gestir almennt ánægðir með sýningar safnsins.  Í morgun kom gestur númer 34.000 á safnið það sem af er árs 2016 og ákvað starfsfólk safnsins að gleðja hann. Það var erlendur ferðamaður, Ursula Gärner frá Austurríki, sem var svo heppin að vera gestur númer 34.000. Ursula fékk miða á safnið, bókagjöf og tösku merkta safninu af þessu tilefni.

14438977_10154481764064174_1372954073_o