Hvalir í Skjálfandaflóa: Hrefna

Þá er komið að umfjöllun no. 3 um algengustu hvalategundir í Skjálfandaflóa. Að þessu sinni kynnum við til leiks Hrefnu.

Latínskt heiti: Balaenoptera acutorostrata       
Enskt heiti: Minke whale           
Íslenskt heiti: Hrefna   
Meðallíftími: 50 ár        
Fæðuval: Ljósáta og smár fiskur              
Stærð: 6 – 10 metrar     
Þyngd: 10 tonn

Hrefnur eru meðal minnstu skíðshvala sem fyrirfinnast. Það eru til tvær gerðir af hrefnum, norðurhafshrefna og suðurhafshrefna. Þær fyrrnefndu finnast víða í kringum Ísland.  

Hrefnur líkt og aðrir skíðishvalir nota “síunaraðferð” til fæðuinntöku. Þær lifa að mestu leyti stakar frekar en í hópum. Hámarkssundhraði er um 40 km/klst og synda þær að jafnaði 5-25 km vegalengd á hverri klukkustund. Hrefnur verða fyrir árásum frá háhyrningum en þeir eltingaleikir geta staðið í allt að einni klukkustund. Hrefnur eru einnig þekktar fyrir illa lyktandi andardrátt sem hefur leitt af sér hið óeftirsóknarlega gælunefndi ”stinky minke”. Hrefnur kafa jafnan upp í 20 mínútur enda þótt meðalköfunartími sé aðeins 3-5 mínútur. Þær sýna yfirleitt ekki sporðinn þegar þær stinga sér til köfunar.

Hrefnur verða kynþroska Minke þegar þær ná 6 ára aldri. Líkt og flestar tegundir skíðishvala flytjast þær búferlum í enda sumarsins til hlýrri svæða í suðurhöfum. Þær nota hlýja sjóinn til þess að æxlast og eignast afkvæmi en meðgöngutími Hrefna er 10 mánuðir. Þunguð kvendýrin leggja því fyrr af stað til vetrardvalar í suðurhöfum en hinar hrefnurnar. Afkvæmin fæðast um 2,5 metra long og 450 kg að þyngd. Á fyrstu 6 mánuðum lífsins tvöfaldast þau að stærð.  

Hrefnur eru ein af þeim hvalategundum sem enn er gefið veiðileyfi á, til að mynda í Japan hvar yfirvöld hafa leyft veiðar á 52 hrefnum árið 2019. Suðurhafshrefnan er skráð í útrýmingarhættu samkvæmt rauða lista Alþjóða náttúruverndarsamtakanna.

Hrefnur í Skjálfandaflóa er hægt að sjá allt árið en fjöldi þeirra og líkur á að sjá þær fara engu að síður minnkandi. Er þar um að kenna hlýnun sjávar sem veldur því að bráðin leitar í kaldari sjó norðan við Ísland. Hrefnan hefur því undanfarin ár verið að færa sig norðar í takt við þetta.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.