Í ljósi sögunnar

Fornrit og Íslendingasögur

Í íslenskum fornritum kemur skýrt fram hvað hvalir voru þýðingarmiklir í lífi fyrstu landnámsmannanna. Í ekki færri en 17 Íslendingasögum er að finna lýsingar á samskiptum manna og hvala á fyrstu árum Íslandsbyggðar.  Í Grettissögu er greint frá mannskæðum bardaga um hvalkjöt. Á harðindatímum gat kjöt, spik og lýsi af reknum hval skilið á milli lífs og dauða enda þýðir orðir „hvalreki“ í yfirfærðri merkingu óvænt stórhapp eða óvæntur happafengur.

 

Jónsbók

Í hinni fornu lögbók Jónsbók er langur bálkur um hvali og hvalnytjar. Þar er m.a. kveðið á um að ef hval sem í er hvaljárn eða spjót rekur beri að skipta honum milli landeiganda, eiganda járnsins og fátækra.
Spjótveiðar voru stundaðar á hvölum á miðöldum. Spjótið samanstóð úr léttu tréskafti og haus eða hvaljárni. Ólíkt skutlunum var engin taug í hvaljárnunum og því ekki möguleiki á að draga hvalinn á land eða tryggja sér skrokkinn með örðum hætti. Hvalveiðimennirnir urðu að bíða þess að hvalurinn dræpist úr blóðeitrun og treysta því að skrokkinn ræki dögum eða jafnvel vikum seinna. Því voru hvaljárnin merkt eigendum sínum, mörkin voru þinglýst, og hlaut eigandi merkts járns skotmannshlutann sem var helmingur hvalsins.
Í Konungsskuggsjá, fornu norsku fræðiriti frá því um 1250 var að finna lýsingu á hvölum við Ísland. Nákvæmni sumra lýsinganna gerir ritið að mikilvægri heimild við rannsóknir á hvölum. Hvalur sem kallaður var „Grampus“ er greinilega háhyrningur: „Þeir eru einnig rángjarnir á aðra hvali… þeir safnast í hópa og ráðast að stærri hvölum og þegar þeir ná að króa af stórhveli áreita þeir það og bíta þar til það gefstu upp.“ Líkt og mörg önnur rit frá þessum tíma hefur Konungsskuggsjá að geyma mikið af þjóðsögum og sögnum sem þekktar voru á Norðurlöndum á miðöldum. „Fiskikafarinn“ var talinn verndari sjómanna „sem vissi hvernig átti að vernda bæði skip og menn.“ Aðrir hvalir svo sem „Hesthvalur“ og „Rauðkembingur“ voru „afar gráðugir og grimmir og óþreytandi við að drepa menn.“ Því miður hefur tímans tönn máð myndir í þessu merka riti svo þær eru nú ógreinilegar.

 

Jón lærði

Um 1640 ritaði Jón Guðmundsson hinn lærði fræðiritið
„Um Íslands aðskiljanlega náttúru,“ hann helgaði stóran hluta bókar sinna hvölum. Úr þessu riti höfum við fengið margar heillandi myndir af þeim kynjaverum sem menn trúðu að byggju í undirdjúpunum. Margar skepnanna má auðveldlega þekkja svo sem náhvalinn með horn sem líkist horni einhyrnings og syndir í norðurhöfum. Hvað aðrar varðar, svo sem „Rauðkembinginn“ getum við aðeins leitt getum