Hvalveiðar

 

Stutt samantekt

 

Árið 2007 lauk tímabili umdeildra vísindaveiða Íslendinga sem staðið höfðu í fimm ár eða 2003 til 2007 og skammvinnu tímabili veiða í atvinnuskyni sem hófst haustið 2006. Árið 2008 gaf sjávarútvegsráðherra út heimild til að veiða takmarkaðan fjölda af hrefnum fyrir innanlandsmarkað. Í árslok 2008 tókst loks að selja Japönum hvalkjötið frá 2006 sem þá hafði setið í frysti í tvö ár og fast í tolli í Japan í nokkra mánuði.

 

Í lok janúar 2009 gaf  Einar K. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út heimild til veiða á allt að 150 langreiðum og 100 hrefnum á ári til fimm ára 2009 til 2013. Stærð kvótans var ákvörðuð út frá ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um sjálfbærar hvalveiðar.

Steingrímur J. Sigfússon sem tók við embætti sjávarútvegsráðherra 1. febrúar 2009 ákvað að setja takmarkanir á veiðarnar fyrsta árið og setti af stað vinnu við heildarendurskoðun lögum um hvalveiðar sem á að ljúka fyrir árslok 2009. Jafnframt er unnin könnun sem á að meta áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu og ímynd Íslands