Þá er komið að síðustu færslunni um algengustu hvalategundirnar í Skjálfandaflóa. Nú verður fjallað um hnúfubakinn sem er sú hvalategund sem oftast sést í skoðunarferðum í flóanum.
Latneskt heiti: Megaptera novaengliae
Enskt heiti: Humpback whale
Íslenskt heiti: Hnúfubakur
Meðalaldur:
50 ár
Fæðuval: Ljósáta og litlir
fiskar
Stærð: 13 – 17 metrar
Þyngd: 25-45 tonn
Hnúfubakar skipa eina stærstu hvalategundina, þar sem karldýrin ná 14 metra lengd og kvendýrin upp í 17 metra lengd – svipað og meðalstrætisvagn! Bægslin eru rétt um þriðjungur af lengd dýranna og geta orðið allt að 6 metrar. Hnúfubakar hafa mikla hreyfiþörf og má reglulega sjá þá stökkva upp úr sjónum eða slá sporðum og bægslum. Kenningar eru til um að þessi hegðun sé þeirra aðfer til að hafa innbyrðis samskipti en einnig gæti þetta verið aðferð til að sýna félagslega yfirburði og góða heilsu á fengitíma. Hnúfubakar nota einnig hljóðmerki eril að hafa samskipti við hvern annan. Karldýrin syngja á fengitíma og getur hvert “lag” verið upp í hálftíma langt og heyrst í allt að 30 km fjarlægð.
Árið er tvískipta hjá hnúfubökum. Annarsvegar í fæðuöflun og hinsvegar fengitíma. Á sumrin má finna hnúfubaka í köldum og næringarríkum sjó, t.a.m. við strendur Íslands, Noregs og Kanada þar sem þeir borða ljósátur. Á veturnar flytjast þeir búferlum til hlýrri svæða nýr miðbaug, t.a.m. í Karabíahaf. Hnúfubakar makast og eignast afkvæmi í hlýjum sjó. Meðgöngutímabilið er 11 mánuðir. Þegar að kálfarnir koma í heiminn eru þeir um 4,5 metra langir og 900 kg að þyngd. Þeir geta drukkið upp í 600 lítra af mjólk á dag. Móðir og afkvæmi eiga samskipti með “hvísli” sem er til þess að varast rándýr svo sem háhyrninga.
Hnúfubakar eru skíðishvalir og nota síunaraðferð (filter feeding) til fæðuinntöku. Þeir eru þekktir fyrir að hafa nokkrar aðferðir til fæðuinntökunnar. Ein af þeim er svokölluð loftbóluaðferð. Hún virkar þannig að hnúfubakurinn blæs lofti frá blástursopinu þannig að bráðin færist upp á yfirborð sjávar. Þá ráðast þeir til atlögu og gleypa fæðuna.
Hnúfubakar kafa að meðaltali um 5-10 mínútur í einu en geta kafað allt upp í 40 mínútur. Sundhraðinn er um 5-15 km/klst en þegar þeir eru að borða hægist á þeim niður í 2,5-5 km/klst. Hámarkshraði þeirra er hinsvegar um 25 km/klst.
Hnúfubakar eru sem áður segir mjög algeng sjón í Skjálfandaflóa og hefur viðvera þeira aukist síðustu árin. Aðaltímabil þeirra er vissulega á sumrin en það ætti þó að vera hægt að sjá hnúfubak flesta daga frá maí til nóvember.
Þá er komið að því að kynna til leiks hnýðinga, en þeir eru ansi algeng sjón í Skjálfandaflóa.
Latneskt
heiti: Lagenorhynchus albirostris
Enskt heiti: White-beaked
dolphin
Íslenskt heiti: Hnýðingur
Meðallíftími: 30 – 40 ár
Fæðuval: Fiskar, krabbadýr og kolkrabbar
Stærð: u.þ.b. 3 metrar
Þyngd: 180-350 kg
Hnýðingar eru landlægir í Norður Atlandshafi. Þá má eingöngu finna frá norðausturströnd Bandaríkjanna og norðvestan við Evrópu upp að Spitsbergen á Svalbarða. Hnýðingar eru mjög félagssinnaðir. Þeir lifa í hópum sem telja allt frá fimm til 50, en við sérstakar aðstæður geta hóparnir orðið allt frá 100 upp í 1000 hnýðingar. Stundum kynjaskiptast hóparnir.
Hnýðingar geta synt mjög hratt eða upp í 45 km/klst. Þegar þeir ferðast
á sem mestum hraða stökkva þeir stundum meðfram því sem þeir synda.
Hnýðingar verða kynþroska um 7 ára gamlir. Fengitími er frá maí og fram í September.
Meðgöngutími er 11 mánuðir og þegar kálfarnir fæðast eru þeir 1 meter að lengd
og 40 kg að þyngd.
Ungir hnýðingar elska að leika sér í kjölsogi báta og stærri hvala. Þeim
finnst það svo gaman að stundum áreita þeir hvali í þeim tilgangi að þeir syndi
hraðar þanig að kjölsog skapist.
Hver og einn hnýðingar hefur sértækt tónsvið sem aðrir hnýðingar geta sundurgreint gegnum flaut og smelli sem þeir gefa frá sér.
Hnýðinga má finna í Skjálfandaflóa allt árið. Yfir sumarið er stundum hægt að sjá móður og afkvæmi saman.