Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1998

Þann 17. júní Árið 1998 flutti safnið í um 200 m2 rými á efri hæð “Verbúðanna” við höfnina undir nafninu “Hvalamiðstöðin á Húsavík”. Gestafjöldi óx jafnt og þétt og samhliða því þörfin fyrir stærra húsnæði sem hentaði starfsemi safnsins betur.

Verbúðirnar á Húsavík urðu heimili Hvalamiðstöðvarinnar árið 1998 og gegndu því hlutverki næstu árin
Þorvaldur Björnsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands vinnur hér að hreinsun hvalbeina til uppsetningar á sýningu
Svipmyndir af safninu
Ásbjörn Björgvinsson við vígslu Hvalamiðstöðvarinnar í Verbúðunum

Gestafjöldi í júlí fram úr væntingum

Gestir Hvalasafnsins á Húsavík í júlí 2019 voru tæpir 10 þúsund talsins. Það er fjölgun upp á rúm 11% frá árinu 2018 og ívið fleiri en heimsóttu safnið í júlí 2017. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn eru áfram fjölmennir sem hlutfall af heildargestafjölda en þá hefur einnig verið góð aðsókn frá mörgum Mið-Evrópuríkjum, ekki síst Frakklandi.

Þessi fjölgun gesta á háannatímanum verður að teljast afar ánægjuleg og jafnvel óvænt tíðindi fyrir Hvalasafnið. Í kjölfar tíðinda um fall WOW Air síðastliðið vor þótti líklegt að mikil fækkun yrði á komum ferðamanna til landsins og myndi það koma illilega niður á landsbyggðinni. Það er því afar gleðilegt að upplifa vísi af því að ferðamönnum fækki ekki, enda þótt ekki sé hægt að heimfæra gestafjölda Hvalasafnsins yfir á heildarfjölda ferðamanna sem heimsækja Norðurland.