Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki síður mikilvægir safnastarfi eins og háannatími sumarsins en þó á gjörólíkan hátt. Á meðan að sumarið fer í stóran meirihluta gestamóttöku ársins eru veturnir notaðir til viðhalds, nýsköpunar og safnafræðslu.
Í febrúar smíðaði Trésmiðjan Val ehf. smíðað stigahús sem liggur frá frá 1. hæð niður á jarðhæð. Framkvæmdirnar eru tilkomnar vegna komu Hraðsins- nýsköpunarseturs á jarðhæð Hafnarstéttar 1 sem mun jafnframt tengjast Langaneshúsinu, Hafnarstétt 3 með þar til gerðu glerhýsi. Stigahúsið mun gera starfsfólki í húsunum tveimur kleyft að ferðast innanhúss um allt rými húsanna tveggja en töluvert samstarf verður milli fyrirtækja og stofnana sem hafa aðsetur þar.
Búið er að setja upp nýtt öryggis- og brunavarnakerfi í safninu en gamla kerfið var komið til ára sinna. Kerfið sjálft er keypt af Öryggismiðstöðinni en EG Jónasson ehf. sáu um lagnavinnu.
Á síðustu aðventu hýsti Hvalasafnið jólamarkað í þrígang. Markaðurinn sem var samvinnuverkefni Húsavíkurstofu og Fimleikadeildar Völsungs var haldinn á 1. hæð Hvalasafnsins. Fjölbreyttar vörur voru á boðstólnum, flestallar hannaðar í nærhéraði. Í undirbúningi markaðsins var veggur rifinn niður og 20 ára afmælissýning Hvalasafnsins fjarlægð en hún var opnuð í maí árið 2019. Til stendur að opna nýja sýningu á vordögum um náttúru hafsins. Textavinna er unninn innan safnsins en hönnun er í höndun Þórarins Blöndals. Þórarinn er safninu vel kunnur en hann hannaði heildrænt útlit steypireyðarsýningarinnar sem og hvalveiðisýningarinnar á safninu. Þá er nýja sýningin einnig unnin í samstarfi við Strýtan Divecenter á Hjalteyri sem útvega myndefni.
Árið 2021 heimsóttu 22 þúsund manns Hvalasafnið. Íslendingar voru fjölmennasta gestaþjóðin en sem kunnugt er voru utanlandsferðir í lágmarki sumrin 2020 og 2021 vegna Covid 19. Árið 2019 heimsóttu 31 þúsund manns safnið þannig að óhætt er að segja að Hvalasafnið eigi inni fyrir komandi sumri, gefið að ferðatakmarkanir verði litlar sem engar
Starfsfólk Hvalasafnsins fór um síðastliðna helgi ásamt mökum sínum í vel heppnaða námsferð til New York. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Ameríska Náttúrugripasafnið (American Museum of Natural History) með því markmiði að kanna raunhæfar leiðir til gagnvirkra- og stafrænna lausna fyrir Hvalasafnið. Fundað var með tveimur starfsmönnum Náttúrugripasafnsins, þeim Jennifer Chow framkvæmdastjóra markaðsmála og Raphael Pelegrino yfirmanni stafrænna tæknilausna. Auk þess var safnið skoðað hátt og lágt. Það sem eftir lifði helgar var eytt í allskyns afþreyingu í borginni enda að nægu að taka. Veðrið var Íslendingunum afar hagstætt, heiðskírt og sól enda þótt hitastigið hafi verið í takt við árstíma.
Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík vill þakka kollegum sínum á Ameríska náttúrugripasafninu fyrir góðar móttökur og hlakkar til mögulegs samstarfs í framtíðinni.
Þann 17. júní Árið 1998 flutti safnið í um 200 m2 rými á efri hæð “Verbúðanna” við höfnina undir nafninu “Hvalamiðstöðin á Húsavík”. Gestafjöldi óx jafnt og þétt og samhliða því þörfin fyrir stærra húsnæði sem hentaði starfsemi safnsins betur.
Forveri Hvalasafnsins á Húsavík var lítil sýning í sal félagsheimilisins á efri hæð Hótels Húsavíkur sem opnaði árið 1997. Á þessum tíma voru áætlaðar hvalaskoðunarferðir í boði þriðja árið í röð frá Húsavík og fékk hótelstjóri staðarhótelsins Páll Þór Jónsson þá hugmynd að opna sýningu á hótelinu tileinkaða hvölum. Ásbjörn Björgvinsson var fenginn til að leiða verkið og flutti hann norður ásamt fjölskyldu sinni í janúar 1997.
Ásbjörn fór til Englands á Breska náttúrusögusafnið á fund Richard Sabin sýningarstjóra safnsins í þeim tilgangi að læra að verka af hvalbeinunum en þar er að finna stærsta beinagrindasafn heims. Richard Sabin hefur verið í tengslum við safnið og Húsavík allar götur síðan. Hann stjórnaði til að mynda aðgerðum við uppgröft hvalbeina á Keflavík á Ströndum árið 2001 en þeim fundi er gerð betur skil í einu af sýningarrýmum safnsins.
Richard
Gestir Hvalasafnsins á Húsavík í júlí 2019 voru tæpir 10 þúsund talsins. Það er fjölgun upp á rúm 11% frá árinu 2018 og ívið fleiri en heimsóttu safnið í júlí 2017. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn eru áfram fjölmennir sem hlutfall af heildargestafjölda en þá hefur einnig verið góð aðsókn frá mörgum Mið-Evrópuríkjum, ekki síst Frakklandi.
Þessi fjölgun gesta á háannatímanum verður að teljast afar ánægjuleg og jafnvel óvænt tíðindi fyrir Hvalasafnið. Í kjölfar tíðinda um fall WOW Air síðastliðið vor þótti líklegt að mikil fækkun yrði á komum ferðamanna til landsins og myndi það koma illilega niður á landsbyggðinni. Það er því afar gleðilegt að upplifa vísi af því að ferðamönnum fækki ekki, enda þótt ekki sé hægt að heimfæra gestafjölda Hvalasafnsins yfir á heildarfjölda ferðamanna sem heimsækja Norðurland.
Hvalasafnið á Húsavík fékk heldur betur upplyftingu í dag þegar að listaverk eftir spænsku listakonuna Renötu Ortega voru sett upp utan á suðurhlið hússins. Það var Trésmiðjan Val ehf. sem sá um útfærslu og uppsetningu á listaverkunum. Að sögn Heiðars Hrafns Halldórssonar verkefnisstjóra safnsins kom hugmyndin um listaverkin upp í tengslum við miklar endurbætur á húsinu. Starfsfólki safnsins hafi langað til þess að útbúa ákveðið tilbrigði af hinum auðkennandi hvalamálverkum sem einkenndu ytra útlit safnsins á árunum 2001-2018. Listaverkin hafi því þótt kærkomin þar sem þau hylja gamla stálglugga sem voru farnir að láta verulega á sjá.
Heiðar sem einnig situr í Framkvæmda- og skipulagsráði Norðurþings segist vona að uppátækið hvetji fleiri til að gera slíkt hið sama. Listaverk sem þessi séu hin mesta húsprýði og lífgi upp á tilveruna.
Vorið nálgast æ meir enda þótt enn sé snjór á Húsavík. Í fær fengust fréttir af því að fyrstu lundarnir væru mættir í Grímsey og ætti því ekki að vera langt þar til að Lundey taki á móti sínum árlegu sumargestum í þeim tilgangi að ala upp ungviði sín.
Í dag hóf Húsavík Adventures sitt hvalaskoðunartímabil og hafa þá þrjú fyrirtæki hafið starfsemi sína fyrir árið 2019. Þetta er fimmta vertíðin hjá RIB-hvalaskoðunarfyrirtækinu sem var stofnað um mitt sumar 2015. Að þessu tilefni veitti Eva Björk Káradóttir forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík Ármanni Erni Gunnlaugssyni framkvæmdastjóra Húsavík Adventures blómvönd og teikningu eftir spænsku listakonuna Renu Ortega.