Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna Whale Wise var fyrst haldin 2021 og er meginþema hátíðarinnar sérvaldar kvikmyndir sem snúa að hafinu og lífríki þess. Báða sýningardagana verða sýndar myndir frá kl. 19-23 og opnar húsið 18:45. Að þessu sinni verða myndir hátíðarinnar einnig algengar á internetinu frá 18. ágúst til 1. september. Hægt verður að horfa á myndirnar HÉR.

Ocean Films Húsavík 2023

Ocean Films Húsavík is scheduled to occur at the Húsavík Whale Museum during the evenings of August 18th and 19th (from 7 to 11 pm Iceland time). With limited seating, doors will open at 6:45 pm. This film festival, which had its inaugural edition in 2021, presents a collection of ocean-themed films from across the world. The films will also be accessible for online viewing from August 18th to September 1st through the following link: https://vimeo.com/oceanfilmshusavik. This event is a collaborative venture between the Húsavík Whale Museum and the marine conservation organization, Whale Wise.

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki síður mikilvægir safnastarfi eins og háannatími sumarsins en þó á gjörólíkan hátt. Á meðan að sumarið fer í stóran meirihluta gestamóttöku ársins eru veturnir notaðir til viðhalds, nýsköpunar og safnafræðslu.

Í febrúar smíðaði Trésmiðjan Val ehf. smíðað stigahús sem liggur frá frá 1. hæð niður á jarðhæð. Framkvæmdirnar eru tilkomnar vegna komu Hraðsins- nýsköpunarseturs á jarðhæð Hafnarstéttar 1 sem mun jafnframt tengjast Langaneshúsinu, Hafnarstétt 3 með þar til gerðu glerhýsi. Stigahúsið mun gera starfsfólki í húsunum tveimur kleyft að ferðast innanhúss um allt rými húsanna tveggja en töluvert samstarf verður milli fyrirtækja og stofnana sem hafa aðsetur þar.

Búið er að setja upp nýtt öryggis- og brunavarnakerfi í safninu en gamla kerfið var komið til ára sinna. Kerfið sjálft er keypt af Öryggismiðstöðinni en EG Jónasson ehf. sáu um lagnavinnu.

Á síðustu aðventu hýsti Hvalasafnið jólamarkað í þrígang. Markaðurinn sem var samvinnuverkefni Húsavíkurstofu og Fimleikadeildar Völsungs var haldinn á 1. hæð Hvalasafnsins. Fjölbreyttar vörur voru á boðstólnum, flestallar hannaðar í nærhéraði. Í undirbúningi markaðsins var veggur rifinn niður og 20 ára afmælissýning Hvalasafnsins fjarlægð en hún var opnuð í maí árið 2019. Til stendur að opna nýja sýningu á vordögum um náttúru hafsins. Textavinna er unninn innan safnsins en hönnun er í höndun Þórarins Blöndals. Þórarinn er safninu vel kunnur en hann hannaði heildrænt útlit steypireyðarsýningarinnar sem og hvalveiðisýningarinnar á safninu. Þá er nýja sýningin einnig unnin í samstarfi við Strýtan Divecenter á Hjalteyri sem útvega myndefni.

Árið 2021 heimsóttu 22 þúsund manns Hvalasafnið. Íslendingar voru fjölmennasta gestaþjóðin en sem kunnugt er voru utanlandsferðir í lágmarki sumrin 2020 og 2021 vegna Covid 19. Árið 2019 heimsóttu 31 þúsund manns safnið þannig að óhætt er að segja að Hvalasafnið eigi inni fyrir komandi sumri, gefið að ferðatakmarkanir verði litlar sem engar

Sumarlok

Aðsókn í Hvalasafnið á Húsavík í sumar var framar vonum en rétt um 11.500 þúsund gestir heimsóttu safnið í júní, júlí og ágúst. Það er vel rúmur þriðjungur af þeim fjölda sem heimsóttu safnið á sömu mánuðum árið 2019. Þegar Covid 19 faraldurinn stóð sem hæst síðastliðið vor hafði verið gert ráð fyrir að gestir yrðu 10-20% af því sem væri í venjulegu ári. Íslendingar sóttu safnið heim í mun meira mæli en búist hafði verið við en þeir töldu rétt um 4500 eða rúm 39% af gestafjölda. Þjóðverjar voru fjölmennastir af gestaþjóðum en heilt yfir má segja að heimsóknir erlendra ferðamanna eftir 15. júní hafi verið fleiri en fyrirfram var búist við.

Starfsfólk Hvalasafnsins vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem heimsóttu safnið í sumar.

Nú taka við vetrarverkefni hjá starfsfólki Hvalasafnsins. Þau eru ansi fjölbreytt og innihalda ýmiskonar viðhald, fræðslustarf og fleira. Heimsfaraldurinn mun áfram hafa sitt að segja um afdrif sumra verkefna en vonandi er komið fram í seinni hálfleik í þeirri baráttu.

Hvalasafnið er opið út þessa viku frá 11-17 en svo breytast opnunartímarnir sem hér segir:

Mánudagar-Föstudagar: 11-15
Laugardagar-Sunnudagar: 11-17

Vel heppnuð námsferð til New York City

Starfsfólk Hvalasafnsins fór um síðastliðna helgi ásamt mökum sínum í vel heppnaða námsferð til New York. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Ameríska Náttúrugripasafnið (American Museum of Natural History) með því markmiði að kanna raunhæfar leiðir til gagnvirkra- og stafrænna lausna fyrir Hvalasafnið. Fundað var með tveimur starfsmönnum Náttúrugripasafnsins, þeim Jennifer Chow framkvæmdastjóra markaðsmála og Raphael Pelegrino yfirmanni stafrænna tæknilausna. Auk þess var safnið skoðað hátt og lágt. Það sem eftir lifði helgar var eytt í allskyns afþreyingu í borginni enda að nægu að taka. Veðrið var Íslendingunum afar hagstætt, heiðskírt og sól enda þótt hitastigið hafi verið í takt við árstíma.

Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík vill þakka kollegum sínum á Ameríska náttúrugripasafninu fyrir góðar móttökur og hlakkar til mögulegs samstarfs í framtíðinni.

Starfsfólk Hvalasafnsins heilsar upp á Jennifer Chow, framkvæmdastjóra markaðsmála á ANHM
Hópurinn sem ferðaðist saman til New York

A recap from the Whale Museum’s history: 1998

 On June 17th 1998 the museum moved in a 200 m2 area in a old baiting shed by the harbor called „Verbúðir“. In the next years the museum gained more popularity as it dwelled in a good relationship with the neighbours who were mostly fish baiting workers.

The Whale Museum’s home from 1998-2002 was on the upper floor of „Verbúðir“, old baiting sheds which were still serving its original purpose on the lower floor.
Þorvaldur Björnsson from the Icelandic Institute of Natural History making the bones ready for the exhibitions.
The number of skeletons increased bit by bit over the years. The Killer Whale was added in 2001.
Ásbjörn Björgvinsson, the Whale Museum’s managing director from 1997-2008 on the grand opening of the museum’s new home in 1998.

Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1998

Þann 17. júní Árið 1998 flutti safnið í um 200 m2 rými á efri hæð “Verbúðanna” við höfnina undir nafninu “Hvalamiðstöðin á Húsavík”. Gestafjöldi óx jafnt og þétt og samhliða því þörfin fyrir stærra húsnæði sem hentaði starfsemi safnsins betur.

Verbúðirnar á Húsavík urðu heimili Hvalamiðstöðvarinnar árið 1998 og gegndu því hlutverki næstu árin
Þorvaldur Björnsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands vinnur hér að hreinsun hvalbeina til uppsetningar á sýningu
Svipmyndir af safninu
Ásbjörn Björgvinsson við vígslu Hvalamiðstöðvarinnar í Verbúðunum

A recap from the Whale Museum’s history: 1997

The predecessor of the Húsavík Whale Museum was a small exhibition in Hotel Husavik that opened in 1997. At the time whale watching was beginning its third season in Húsavík‘s Skjálfandi bay and the growing popularity gave the Húsavík Hotel‘s manager Páll Þór Jónsson the idea to open an exhibition dedicated solely to whales. He contacted Ásbjörn Björgvinsson and convinced him to move to Húsavík, create the exhibition and to be the official caretaker.

An article from „Morgunblaðið“ about the brand new exhibition at Hotel Húsavik in 1997.

Ásbjörn went to London to meet Natural history museum‘s curator Richard Sabin. The main purpose was to learn whalebone cleaning as the London‘s Natural History Museum is the biggest skeleton museum in the world. Richard Sabin has been in some connection with Húsavík whale museum ever since. He for an example directed operations when whalebones were dug out in Keflavík á Ströndum in 2001 which you can read more about in the museum‘s biology room. Most recently Mr. Sabin was one of the headliners at the Whale Museum’s annual Whale Congress in 2019.

Richard Sabin and Ásbjörn Björgvinsson in a good mood, in the dugout of whalebones at Keflavík á Ströndum in 2001.

Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1997

Forveri Hvalasafnsins á Húsavík var lítil sýning í sal félagsheimilisins á efri hæð Hótels Húsavíkur sem opnaði árið 1997. Á þessum tíma voru áætlaðar hvalaskoðunarferðir í boði þriðja árið í röð frá Húsavík og fékk hótelstjóri staðarhótelsins Páll Þór Jónsson þá hugmynd að opna sýningu á hótelinu tileinkaða hvölum. Ásbjörn Björgvinsson var fenginn til að leiða verkið og flutti hann norður ásamt fjölskyldu sinni í janúar 1997.

Þessi blaðagrein birtist í Morgunblaðinu þegar sýningin á Hótel Húsavík var orðin að veruleika.

Ásbjörn fór til Englands á Breska náttúrusögusafnið á fund Richard Sabin sýningarstjóra safnsins í þeim tilgangi að læra að verka af hvalbeinunum en þar er að finna stærsta beinagrindasafn heims. Richard Sabin hefur verið í tengslum við safnið og Húsavík allar götur síðan. Hann stjórnaði til að mynda aðgerðum við uppgröft hvalbeina á Keflavík á Ströndum árið 2001 en þeim fundi er gerð betur skil í einu af sýningarrýmum safnsins.

Richard Sabin og Ásbjörn Björgvinsson á góðri stundu við uppgröftinn í Keflavík á Ströndum.

Richard

A recap from the whale museum’s history: 1992-1995

The Húsavík Whale Museum opened an anniversary exhibition in May 2019 to celebrate its 20th anniversary.

In the next weeks, some parts of the museum’s story will be reveiled here on the museum blog. We begin our journey in 1992 because as in all good stories there is always a preface behind it.

The origin of the Húsavík whale museum can be traced to whale watching tours that were operated in Höfn from 1992-1994 on the initiative of Discover the World. In the first trip were a british guide Mark Carwardine and Ásbjörn Björgvinsson which would later establish the Húsavík whale museum. The tours took about 8 hours. In 1994 scheduled whale watching tours in Húsavík were operated for the first time by the company Sjóferðir Arnars. In the following year a few groups arrived to Húsavik for whale watching, f.e. from Discover the World. Whale sightings had decreased in Höfn at the time but Húsavík which was known as an old minke whaling area had also its advantages for a whole lot shorter distances than the tours in Höfn‘s area. In 1995 a whale watching course was held in Keflavík where foreign speakers gave an inside knowledge about whale watching as a phenomenon. One of the speakers was Erich Hoyt. By the summer of 1995 two whale watching companies, North Sailing and Sjóferðir Arnars were opertaring from Húsavík harbor on a daily basis.

Mark Carwardine with the Húsavík Whale Museum’s former project manager Huld Hafliðadóttir.
Erich Hoyt has been connected with the icelandic whale watching industry since its establishment. His latest visit to Iceland in 2019 included a talk at the Whale Museum’s Whale Congress.
A humpback whale takes a dive in the early years of icelandic whale watching.