Kæru gestir
Vegna nýrrar yfirlýsingar frá yfirvöldum um fjarlægðartakmarkanir og fjöldaviðmið vill starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík koma eftirfarandi á framfæri: Safnið verður áfram opið en boðið er upp á handspritt í afgreiðslu og á salernum og eru snertifletir sótthreinsaðir daglega. Merkingar hafa verið settar í gólf sem sýna tveggja metra bil og verða gestir minntir á að virða fjarlægðartakmörkin.
Þá verða viss svæði í safninu lokuð á tímabilinu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli gesta.
Þessar reglur verða í gildi til 13. ágúst hið minnsta.
Nánari upplýsingar um gildandi takmarkanir í samkomubanni má nálgast hér:
https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann