Hvalasafnið varð 20 ára árið 2018. Sögu safnsins voru gerð góð skil á sérstakri afmælissýningu sem opnaði 10. maí 2019. Um efnistök, úrvinnslu, viðtöl og uppsetningu sáu Eva Björk Káradóttir, Egill Páll Egilsson, Heiðar Hrafn Halldórsson og Huld Hafliðadóttir. Þá var Harpa Stefánsdóttir grafískur hönnuður fengin til þess að velja letur og stærð á ljósmyndum. Sýningin hefur nú verið tekin niður á Hvalasafninu en hana má skoða hér að neðan. Smelltu á ártalið til að fá upplýsingar um það markverðasta frá viðkomandi ári.