Fylgdu okkur á:

 • Facebook
 • Instagram
 • YouTube
 • New Bedford samstarfsverkefni

  Connecting Coastal Communities

  Screen+shot+2014-09-17+at+6.13.15+PM

  Sumarið 2015 hlutu Hvalasafnið á Húsavík og Hvalveiðisafnið í New Bedford sameiginlegan styrk frá Bandarísku safnasamtökunum American Alliance of Museums (AAM). Styrkurinn var veittur í gegnum verkefnið Safnatengsl eða Museums Connect og miðaði að því að tengja saman ólíka menningarheima gegnum safnasamstarf.

  Þema ársins 2015 voru alþjóðleg ungmennaskipti með áherslu á umhverfis- og félagslegar breytingar.

  IMG_2259(1)

  10 ungmenni frá Húsavík og 18 ungmenni frá New Bedford í Bandaríkjunum unnu saman að því að kynnast samfélögum sínum betur. Þau hönnuðu lógó, héldu lestrarmaraþon um hvali, fengu fyrirlestra um hvali og lífríki þeirra sem og kennslu í viðtalstækni. Þá kynntu þau niðurstöður sínar fyrir hverju öðru með skype fundum og sameiginlegri heimasíðu.

  Sjá heimasíðu verkefnisins hér.