Dýfðu þér í heim hvalanna

Hvalasafnið á Húsavík

Opnunartími

Sumar
Apríl - Október
9:00-18:00

Vetur
Nóvember - Mars
10:00-16:00

Opnunartími yfir jólahátíðina 2024

Hvalasafnið á Húsavík er opið daglega yfir vetrarmánuðina frá kl. 10:00–16:00.

Lokað verður á eftirfarandi dögum:

23., 24., 25., 26. desember og 31. desember, auk 1. janúar.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

Um safnið

Hvalasafnið er staðsett í litlu fallegu sjávarþorpi á norðurhluta Íslands, Húsavík. Húsavík er gjarnan kölluð hvalahöfuðborg Íslands, enda vinsæll áfangastaður fyrir hvalaskoðun.

Safnið er eitt fárra safna í veröldinni sem er sérstaklega tileinkað hvölum og veröld þeirra. Fjölbreyttar sýningar gefa gestum djúpa innsýn í veröld þessara mikilfenglegu spendýra og hlutverk þeirra í vistkerfum hafsins. Sýningarnar innihalda meðal annars 13 beinagrindur af hvölum, gagnvirka sýningartækni, kvikmyndir og áhugaverðar frásagnir af hvölum og sambandi okkar við þá í gegnum aldirnar. Gestir fræðast um þróunarsögu, líffræði og hegðun hvala, sögu hvalveiða við Ísland, verndun hvalastofna og hafsvæða svo fátt eitt sé nefnt.

Markmið safnsins er að miðla upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra í gegnum sýningar og safnafræðslu á hagnýtan og áhugaverðan hátt.

Verð & staðsetning

Aðgangur

kr 2500
  • Fullorðin.

Börn

Frítt
  • Börn (16 ára og yngri)
    þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Leiðsögn

kr 15.000
  • Þarf að bóka með 5 daga fyrirvara.
    Í boði á íslensku og ensku.
    Hámark 30 manns.

Starfsmenn

Eva Björk Káradóttir

Framkvæmdarstjóri

Heiðar Hrafn Halldórsson

Verkefnastjóri

Garðar Þröstur Einarsson

Safnafræðsla

“Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en að sjá hvali fara stefnur sínar á flötum hafsins.”

Jóhannes kjarval, 1948.

Norðurland

Demantshringurinn

Demantshringnum má best lýsa sem stórbrotinni 250 km. hringleið á Norð-austurlandi sem inniheldur fjölmargar náttúruperlur. Leiðin var formlega opnuð haustið 2020 þegar nýr vegur um Dettifossveginn var opnaður. 

 

Hvalaskoðun

Húsavík hefur um árabil verið þekkt sem einn af bestu áfangastöðum í heiminum fyrir hvalaskoðun. Algengustu tegundirnar í Skjálfandaflóa eru hnúfubakur, hrefna, hnýðingur, hnísa og steypireyður.

 

Allt um Húsavík

Ert þú að leita að upplýsingum um gistingu, afþreyingu, veitingastaði, opnunartíma eða áhugaverðum áfangastöðum eða gönguleiðum? Allt sem þú þarft að vita má finna á heimasíðu Visit Húsavík