Rannsóknir á sjávarspendýrum á Skjálfandaflóa
Allt síðan 1998 hefur Hvalasafnið á Húsavík lagt stund á rannsóknir, ýmist á eigin vegum eða í seinni tíð í samstarfi við aðrar stofnanir.
Rannsóknasetur Háskóla Íslands, Húsavík
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík var opnað árið 2007. Setrið sérhæfir sig í rannsóknum á sjávarspendýrum og frá tilkomu þess hefur rannsóknum á Skjálfanda að mestu verið stýrt af Rannsóknasetrinu.
Viðfangsefni rannsóknanna er m.a. ljósmyndagreining, köfunartími og búsvæði. Rannsakendur hafa aðstöðu um borð í hvalaskoðunarbátum, þar sem þeir safna gögnum í daglegum ferðum, þar sem skráðar eru upplýsingar um þær mismunandi tegundir sem sjást í flóanum. Fjöldi, staðsetning og hegðun dýranna skipta rannsakendur miklu máli. Rannsóknirnar nú beinast að algengustu tegundunum í Skjálfanda; hnúfubökum, steypireyðum, hrefnum og blettahnýðum. Annað slagið gefst tækifæri á að kanna aðrar tegundir svo sem háhyrninga og andanefjur. Með því að smella hér má nálgast frekari upplýsingar um þessar rannsóknir.