Hlutverk

Hvalasafnið á Húsavík er  sérhæft safn um hvali sem hefur þann megintilgang að stuðla að söfnun muna og sagna tengdum hvölum og hvalveiðum , skráningu þeirra og varðveislu. Auk þess sem hlutverk þess er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra á hagnýtan og áhugaverðan hátt og auðvelda þannig aðgang þjóðarinnar að  slíkum upplýsingum. Með fræðslu um hvali og lífríki þeirra eykur Hvalasafnið einnig á fræðslugildi hvalaskoðunarferða sem farnar eru frá Húsavík og víðar.

Saga

Starfsemi Hvalasafnsins sem áður hét Hvalamiðstöðin hófst árið 1997 sem tilraun með lítilli sýningu um hvali. Einungis þremur árum eftir stofnun hafði sýningin náð miklum vinsældum og gestafjöldinn fór fram úr björtustu vonum. Safnið hafði sannað tilverurétt sinn  og nauðsynlegt var að það kæmist í eigið húsnæði sem hentaði starfsemi þess. Gamla sláturhús Kaupfélags Þingeyinga varð fyrir valinu og er nú einn af vinsælustu ferðamannastöðum á Norðurlandi.  Frumkvöðull að stofnun safnsins og forstöðumaður þess fyrstu 11 árin var Ásbjörn Björgvinsson.

Sýningin

Í 1.400 m2 sýningarrými er að finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar.