Húsavík – Hvalahöfuðborg Íslands!

Hvalasafnið er staðsett á Hafnarstétt 1 í Gamla sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga.

Smellið hér fyrir vegvísi á korti. 

Húsavík er með vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna á Norðurlandi. Skammt er í þekktar náttúruperlur svo sem Jökulsárgljúfur, Ásbyrgi, Tjörnes, Vatnajökulsþjóðgarð, Goðafoss og Mývatnssveit, en þessir viðkomustaðir eru hluti af hinum vinsæla Demantshring. Um 1 klst. akstur er til Akureyrar.

Húsavík er þekkt sem einn af bestu hvalaskoðunarstöðum í Evrópu. Skjálfandi er jafnframt einn af fjórum bestu stöðum í heiminum til þess að sjá steypireyði sem hafa vanið komu sína í flóann frá 2004.  Þeir hafa oftast sést í Skjálfanda í júní. 

Fjögur fyrirtæki í bænum bjóða upp á hvalaskoðun.
Friends of Moby Dick
Gentle Giants
Húsavík Adventures 
Norðursigling

Nánari upplýsingar um afþreyingarmöguleika á Húsavík og Norðurlandi má nálgast hér og hér.