Tiltekt í húsnæði Hvalasafnsins

Á dögunum fór fram mikil tiltekt í húsnæði Hvalasafnsins á jarðhæð, undir safninu sjálfu. Þar hafði safnast saman ýmislegt sem ekki tengdist starfsemi safnsins, auk þess sem unnið hefur verið að hvölum og þeir hreinsaðir í rýminu í gegnum árin og hefur rýmið ekki alltaf verið skipulega þrifið eftir þá vinnu. Þá hefur í gegnum árin komið upp mýrarrauði í gegnum steingólf. Í sumar var farin fyrri umferð tiltektar og umfram dóti komið annað í geymslu og öðru hent.

 

Eins og sést er rýmið heldur illa farið og stendur nú til að mála, flota gólf og gera rýmið vistlegra til framtíðar.

Eins og sést er rýmið heldur illa farið og stendur nú til að mála, flota gólf og gera rýmið vistlegra til framtíðar.

Á dögunum var svo seinni umferð tiltektar framkvæmd og samdi Hvalasafnið við Björgunarsveitina Garðar um aðstoð við vinnuna og mættu þeir með mikinn mannskap, tæki og tól og vannst verkið hratt og vel á einni kvöldstund. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott samstarf.

 

Eins og sést er gólfið heldur illa farið og hefur mýrarrauða komið þar upp í gegnum árin.

Eins og sést er gólfið heldur illa farið og hefur mýrarrauði komið þar upp í gegnum árin og sett mark sitt á það.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.