Hömlur í faraldrinum leiddu til þess að Hvalaráðstefnan var í fyrsta sinn send út í beinni útsendingu í gegn um Facebook, þar sem ráðstefnan er enn aðgengileg og hafa 570 mann horft á fyrri útsendingu og 325 á þá seinni. Vanalega hafa um 40-50 manns geta fylgst með ráðstefnunni í sal safnsins.
Safnið fékk styrkveitingar frá Safnaráði fyrir mörgum verkefnum á árinu og gengur vel að vinna að þeim, má þar nefna endurbætur í safnageymslu, skráningu og ljósmyndun á gripum, uppsetning á nýrri sýningu um gróður og líf á grunnsævi og verkun á beinagrind af hnísu sem verður notuð sem kennsluverkfæri.
Hvalasafnið í samstarfi við Whale Wise hélt Ocean Film Festival í fyrsta sinn og voru sýndar myndir sem eru innblásnar af hafinu, bæði valdar heimildamyndir og myndir sem voru gerðar af aðilum sem tengjast vísindasamfélaginu á Íslandi. Viðburðurinn var vel sóttur og skemmtilegur. Á árinu verður hátíðin haldin í annað sinn og verður stærri í sniðinu en áður. Hátíðin er í ár skráð í gagnagrunn fyrir kvikmyndahátíðir og tekur við umsóknum alstaðar að úr heiminum.
Um sumarið var loksins var hægt að prufukeyra sýndarveruleikaupplifun safnsins og gekk það mjög vel. Starfsmaður leiðbeindi gestum í gegn um upplifunina þar sem þeir upplifa að synda í hafinu umhverfis háhyrninga, búrhvali, hnúfubaka, grindhvali, seli og mjaldri. Nú er upplifunin aðgengileg innan safnsins og geta gestur gengið að henni og prófað án aðstoðar starfsmanna.
Í október var sett upp ný listasýning eftir þau Katrina Davis og Jack Cowley og er blanda af list og ljóðum innblásin af reynslu þeirra sem leiðsögumenn í hvalaskoðun við Skjálfanda.
Í desember var haldin jólamarkaður í safninu í samstarfi við Húsavíkurstofu og vakti sá viðburður mikla lukku, bæði meðal söluaðila sem og þeirra sem komu til að versla jólavarning og skoða safnið.