Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum og virtist þessi útlitsgalli ekki há honum.
Sérfræðingar telja að afmyndunin sé líklega erfðagalli þar sem bæði bægslin líta svona út. Þrátt fyrir að hvaldýr, þar á meðal rákahöfrungar, hafi fingurbein inn í bægslunum, sem leyfar af þróunarsögu hvala frá landgengum spendýrum, virðist eitthvað af þeim beinum vanta í þennan tiltekna höfrung. Þrátt fyrir þetta afbrigði, virðist höfrungurinn vera við góða heilsu.

Lesið meira hér:
https://www.livescience.com/animals/dolphins/extremely-rare-dolphin-with-thumbs-photographed-in-greek-gulf

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11.

Lokað er fyrir athugasemdir.