Halldór Jón Gíslason hefur verið ráðinn til starfa við Hvalasafnið á Húsavík í tímabundin verkefni til eins árs. Halldór Jón er húsvíkingur í húð og hár og flutti heim vorið 2015 eftir nám og störf í Reykjavík. Halldór er með BA próf í sagnfræði, diplóma í kennslufræðum og masterspróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Starfsfólk og stjórn Hvalasafnsins býður Halldór Jón velkominn til starfa.
![](https://www.hvalasafn.is/wp-content/uploads/2024/07/436234108_10227297373274503_246930385216966562_n-300x300.jpg)
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn