Tvær nýjar sýningar opnuðu í Hvalasafninu um helgina.
Á laugardag opnaði listasýning nemenda Hvalaskólans með uppskeruhátíð fyrir skólaárið 2015/2016 og á sunnudag opnaði ný listasýning frönsku listakonunnar Marinu Rees, en sú hefð hefur skapast að nýr listamaður sýnir í safninu á hverju ári og tengjast verk viðkomandi hvölum á einn eða annan hátt. Sýning Marinu er stílhrein og falleg, auk þess að vera góð viðbót við fjölbreytta flóru sýninga safnsins.