Hvalaráðstefnan 2016 vel sótt

Alþjóðleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, sem haldin var þriðjudaginn 21. júní var vel sótt, en alls mættu um 70 manns.

Erindi ráðstefnunnar voru alls átta talsins og var fjölbreytning í fyrirrúmi. Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Rannsóknasetursins kynnti niðurstöður rannsókna á hljóðum steypireyða í Skjálfanda og Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri kynnti alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að loftslagi, félags- og umhverfiskerfum, hvölum og ferðaþjónustu á norðurslóðum og Sigursteinn Másson sagði frá starfsemi IFAW á Íslandi í 13 ár. Sigurveig Gunnarsdóttir, nýútskrifaður jarðfræðingur frá Húsavík, hélt erindi um hvalbein sem fannst við vinnu við jarðlagarannsóknir á Húsavík Eystri og sagði frá því hvernig beinið hjálpaði til við aldursgreiningu jarðlaga.

 

2016-06-21 20.59.06

Dr. Níels Einarsson svarar spurningum um erindi sitt um norðurslóðir.

 

2016-06-21 21.07.16

Sigurveig Gunnarsdóttir hélt erindi um loftslagsbreytingar í gegnum árþúsundir og hvalbeinsfund

 

2016-06-21 21.21.53

Dr. Jens Koblitz hélt erindi um bergmálstækni og tjáningarmáta tannhvala

 

2016-06-21 21.07.11

Hluti ráðstefnugesta

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.