Hvalasafnið selur hluta frystirýma

Hvalasafnið á Húsavík og Steinsteypir ehf hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á um 255 fm af lausum rýmum á 1. hæð (jarðhæð) í húsakynnum Hvalasafnsins.  Um er að ræða þau rými sem snúa að hafnarstéttinni og voru áður frystirými um árabil en hafa að undanförnu staðið tóm. Kaupfélag Þingeyinga átti og rak frystirýmin lengst af en síðasti leigjandi þeirra var Norðlenska hf.  Hvalasafnið mun áfram eiga rými á jarðhæð sem hýst hafa geymslur safnsins og nú er unnið að endurbótum á.  Auk þess mun Hvalasafnið áfram eiga annað geymslurými á jarðhæð sem áður var leigt út.

Ferðaþjónustutengd starfsemi
Að hálfu Steinsteypis ehf stendur til að gera upp þessi rými á vandaðan hátt og nýta hluta þeirra í rekstur á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Önnur rými verða hönnuð fyrir ýmsa ferðaþjónustutengda starfsemi. Staðsetning rýmanna við hafnarstéttina er góð og með þessu kemst líf í umrædd rými sem staðið hafa tóm um nokkurt skeið.

Viðbyggingar verða rifnar
Samhliða þessum viðskiptum mun Steinsteypir ehf taka að sér niðurrif á tveimur viðbyggingum (samtals um 160 fm) við hús Hvalasafnsins sem báðar eru eign safnsins. Þessar viðbyggingar tilheyrðu frystirýmastarfsemi og eru þær nú í mjög lélegu ásigkomulagi. Við þetta mun byggingaréttur Hvalasafnsins til norðurs stækka umtalsvert.

House outside 1

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.