Ný sýning í listarými Hvalasafnsins

Spænska listakonan Renata Ortega hefur nú sett upp sýningu þar sem hún hefur málað og teiknað sínar eigin útgáfur af helstu hvölum sem eiga heimkynni sín í Íslandshöfum.

Renata hefur einnig séð um hönnun á nýjum bæklingi Hvalasafnsins og skreytt tvo aðra veggi safnsins með sínum áhugaverða stíl.
Sýning Renötu ber heitið „Ocean & the Whales“ og verður opin í a.m.k. eitt ár fram til júlí 2019.

Í listarými safnsins hafa nokkrir aðrir listamenn sýnt verk sín á síðustu árum. Síðast var það Marine Rees sem vann úr hvalbeinum grindhvala. Þar áður sýndi Sonia Levy verk sín. Sýning Renötu er opin á opnunartíma Hvalasafnsins.

Safnið er opið alla daga frá kl 8:30-18:30 í sumar.

Renata í listarými safnsins

Glæsilegt Íslandskort Renötu

Hafmeyjur hinna ýmsu þjóða skreyta vegginn

Renata í listarými safnsins

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.