Hvalaskoðun á Skjálfanda hófst í dag

01.03.2019

Í morgun 1. mars hófst hvalaskoðunarvertíðin á Húsavík. Það voru Gentle Giants og Norðursigling sem riðu á vaðið á eikarbátum sínum Sylvíu og Náttfara. Ferðirnar voru ágætlega sóttar og sjólag hið þokkalegasta miðað við árstíma.

Þetta er 25 árið í röð sem skipulagðar hvalaskoðunarferðir eru í boði frá Húsavík. Fyrsta árið komu afar fáir en líkt og alþjóð veit hefur greinin vaxið gríðarlega og hafa mest komið 110 þúsund manns í hvalaskoðun á sömu vertíðinni.

Í tilefni af þessum tímamótum veitti Eva Björk Káradóttur forstöðumaður Hvalasafnins á Húsavík forsvarsmönnum fyrirtækjanna blómvönd og vatnslitamynd af hnúfubak eftir spænsku listakonuna Renu Ortega. Hvalasafnið hefur ávallt verið í góðu samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin. Meðal annars fá gestir í hvalaskoðun 20% afslátt af aðgöngumiða inn á safnið. Margir nýta sér þau kjör og eru því hagsmunir Hvalasafnsins af góðu samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin óumdeildir. Ætla má að 2/3 af heildargestum safnsins yfir árið séu að koma úr hvalaskoðun á Skjálfandaflóa.

Eva Björk Káradóttir framkvæmdastjóri Hvalasafnsins (t.h.) afhendir hér Líneyju Gylfadóttur sölustjóra Norðursiglingar (t.v.) blómvöndinn góða og listaverk.
whale
Eva Björk Káradóttir framkvæmdastjóri Hvalasafnsins ásamt Gentle Giants teyminu Aksel Bjarnasyni leiðsögumanni, Daniel Annisius aðstoðarframkvæmdastjóra og Hallgrími Guðmundssyni skipstjóra.
Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.