Sölkusiglingar hófust í gær – öll hvalaskoðunarfyrirtækin mætt á Skjálfandaflóa

Sölkusiglingar hófu hvalaskoðunarvertíð sína í gær, þann 1. maí. Þar með hafa öll húsvísku hvalaskoðunarfyrirtækin hafið störf þetta árið.
Þetta er sjöunda árið sem Sölkusiglingar bjóða upp á hvalaskoðun á Skjálfanda. Fyrstu árin var félagið með einn eikarbát í notkun en árið 2017 bættist annar báturinn við. Í tilefni af þessum tímamótum fóru starfsmenn Hvalasafnsins með blómvönd í miðasölu Sölkusiglinga, en þar er einnig rekin ísbúð yfir sumartímann. Það var starfsmaður Sölkusiglinga Loes de Heus sem tók við blómvendinum úr höndum Evu Bjarkar Káradóttur framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.