Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum og virtist þessi útlitsgalli ekki há honum.
Sérfræðingar telja að afmyndunin sé líklega erfðagalli þar sem bæði bægslin líta svona út. Þrátt fyrir að hvaldýr, þar á meðal rákahöfrungar, hafi fingurbein inn í bægslunum, sem leyfar af þróunarsögu hvala frá landgengum spendýrum, virðist eitthvað af þeim beinum vanta í þennan tiltekna höfrung. Þrátt fyrir þetta afbrigði, virðist höfrungurinn vera við góða heilsu.
Lesið meira hér:
https://www.livescience.com/animals/dolphins/extremely-rare-dolphin-with-thumbs-photographed-in-greek-gulf