Hópur formanna í heimsókn á Hvalasafninu

Síðastliðinn laugardag sóttu formenn aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands, ásamt mökum, safnið heim, en formannafundur aðildarfélaganna var haldinn í húsnæði Framsýnar um helgina. Um 30 manns litu við og voru margir gestanna að koma í fyrsta skipti, en heimsóknin var hluti af óvissuferð hópsins um Húsavík og Mývatnssveit. Auk heimsóknar í Hvalasafnið, heimsótti hópurinn Sjóminjasafnið á Húsavík, Helguskúr, Vogafjós og Jarðböðin í Mývatnssveit.

Á myndinni er Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands lengst til hægri.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.