Hafið á hundavaði, vinnustofa Ungra umhverfissinna

Ungir Umhverfissinnar bjóða til fræðslu- og vinnustofu um framtíð hafsins ~ fyrir ungt fólk á Norðurlandi á aldrinum 13-30 ára.
Vinnustofurnar fara fram á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 20. september og á Hvalasafninu á Húsavík, sunnudaginn 21. september!
Stiklað verður á stóru um þær áskoranir sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir, en fyrst og fremst verður tíminn nýttur í að líta fram á við og teikna upp lausnir saman.
 

Dagskrá

10:00

10:10

11:00

11:10

12:00

13:00

14:30

Húsið opnar

Örfræðsla 1

Kaffihlé

Örfræðsla 2

Hádegisverður frá Naustinu

Hringborðsumræður

Samantekt og hressing

 
Þátttaka er ókeypis, en áhugasöm eru beðin um að skrá sig hér: https://forms.gle/gvryCGtGhu5DciWF6
 
Ungt fólk á Norðurlandi eins og það leggur sig er hvatt til að mæta og bjóða UU ferðastyrk fyrir þau sem koma utan Húsavíkur að, sem og styrk fyrir gistikostnaði þeirra sem ekki hafa tækifæri til að ferðast samdægurs. Boðið verður upp á hádegismat, kaffi og með því þátttakendum að kostnaðarlausu.
 
Vinnustofan er frábært tækifæri fyrir ungt fólk að láta rödd sína heyrast og ræða málin með öðrum sem vilja hafa áhrif á framtíð hafsins umhverfis Ísland. Niðurstöður málþingsins verða birtar viðkomandi ráðherrum á fundi með Ungum Umhverfissinnum í haust.
Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og eru vinnustofurnar á Akureyri og Húsavík þær fjórðu og fimmtu í ferðalagi Ungra umhverfissinna um landið, en fyrr í sumar voru haldnar vinnustofur á Ísafirði, í Reykjavík og á Egilsstöðum.
 
Hlökkum til að sjá ykkur !