SEA LIFE Trust hefur kynnt nýtt velferðarmiðað verkefni á Facebooksíðu stofnunarinnar, sem ætlað er að undirbúa mjaldrana Litla Grá og Littla Hvít fyrir endurkomu í Klettsvík á Heimaey í Vestmannaeyjum.
Áætlunin byggir á vandlega skipulagðri og stigvaxandi nálgun þar sem velferð dýranna er í fyrirrúmi, enda er ekki unnt að flýta flutningi þeirra í varanlegt líf í víkinni. Ferlinu er því skipt í viðráðanleg skref sem laga sig að hegðun, sjálfstrausti og viðbrögðum mjaldranna við nýju umhverfi.
Sem hluti af áætluninni eru Litla Grá og Litla Hvít hvött til að sýna náttúrulega hegðun og smám saman kynnast þeim skynáreitum sem þau munu upplifa í víkinni, þar á meðal veðurskilyrðum og öðrum náttúrulegum áreitum. Markmiðið er að efla bæði líkamlegt og andlegt þol þeirra.
Áætlunin er í stöðugum gangi og gerir hverjum mjaldri kleift að þróast á sínum eigin hraða með langtímavelferð að leiðarljósi. Með hverju skrefi eykst aðlögunarhæfni þeirra og sjálfstraust, sem undirbýr þau fyrir líf í náttúrulegu strandsvæði.
SEA LIFE Trust stefnir að því að Litla Grá og Litla Hvít geti að fullu aðlagast lífi í Klettsvík árið 2026, sem markar næsta áfanga í þróun fyrsta opna hafsvæðisathvarfs heims fyrir mjaldra.
Mjaldrarnir komu fyrst til landsins í Júní 2019 alla leið frá Kína og illa hefur gengið að aðlaga þá að lífi í Klettsvík. Þeim hefur því að mestu verið haldið í innilaug stofnunarinnar.


