Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra haldinn í safninu

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands var haldinn í sal Hvalasafnins fimmtudaginn 9. apríl. Fundurinn var afar vel sóttur, en á meðal gesta var menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson, Kristín Ingólfsdóttir rektor við Háskóla Íslands og Eyjólfur Guðmundsson rektor við Háskólann á Akureyri. Eftir ávarp menntamálaráðherra, tók Kristín Ingólfsdóttir við og þakkaði bæði starfsfólki og öðrum er koma að stofnuninni fyrir vel unnin störf, en þetta er hennar síðasti ársfundur í sæti rektors.

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings ávarpaði gesti og undirstrikaði mikilvægi fræðastofnana í samfélaginu og mikilvægi þverfaglegra tengsla innan þeirra. Þá kynnti Marianne H. Rasmussen forstöðumaður rannsóknasetursins á Húsavík helstu rannsóknir síðustu ára á hvölum og framhaldsnemarnir Lilja Rögnvaldsdóttir frá setrinu á Húsavík og Soffía Karen Magnúsdóttir frá setrinu í Sandgerði kynntu rannsóknir sínar. Auk ofantalinna, héldu erindi á fundinum Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu og Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga. Við lok fundarins fór Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra yfir stefnu Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

 

Um 70 manns sóttu fundinn og var almenn ánægja með hann, en margir gestanna komu með morgunflugi beint á Aðaldalsflugvöll frá Reykjavík og flugu aftur suður um kvöldið.

Við sama tilefni nýttu Sæunn Stefánsdóttir og Jan Aksel Klitgaard framkvæmdastjóri Hvalasafnsins tækifærið og skrifuðu undir samstarfssamning vegna sameiginlegs starfsmanns þeirra, Huldar Hafliðadóttur verkefnastjóra, en starfshlutfall hennar við Hvalasafnið er nú 40%.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.