SEA LIFE Trust kynnir áætlun fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít á Íslandi

SEA LIFE Trust hefur kynnt nýtt velferðarmiðað verkefni á Facebooksíðu stofnunarinnar, sem ætlað er að undirbúa mjaldrana Litla Grá og Littla Hvít fyrir endurkomu í Klettsvík á Heimaey í Vestmannaeyjum.

Áætlunin byggir á vandlega skipulagðri og stigvaxandi nálgun þar sem velferð dýranna er í fyrirrúmi, enda er ekki unnt að flýta flutningi þeirra í varanlegt líf í víkinni. Ferlinu er því skipt í viðráðanleg skref sem laga sig að hegðun, sjálfstrausti og viðbrögðum mjaldranna við nýju umhverfi.

Sem hluti af áætluninni eru Litla Grá og Litla Hvít hvött til að sýna náttúrulega hegðun og smám saman kynnast þeim skynáreitum sem þau munu upplifa í víkinni, þar á meðal veðurskilyrðum og öðrum náttúrulegum áreitum. Markmiðið er að efla bæði líkamlegt og andlegt þol þeirra.

Áætlunin er í stöðugum gangi og gerir hverjum mjaldri kleift að þróast á sínum eigin hraða með langtímavelferð að leiðarljósi. Með hverju skrefi eykst aðlögunarhæfni þeirra og sjálfstraust, sem undirbýr þau fyrir líf í náttúrulegu strandsvæði.

SEA LIFE Trust stefnir að því að Litla Grá og Litla Hvít geti að fullu aðlagast lífi í Klettsvík árið 2026, sem markar næsta áfanga í þróun fyrsta opna hafsvæðisathvarfs heims fyrir mjaldra.

Mjaldrarnir komu fyrst til landsins í Júní 2019 alla leið frá Kína og illa hefur gengið að aðlaga þá að lífi í Klettsvík. Þeim hefur því að mestu verið haldið í innilaug stofnunarinnar.

Hvalir auka frumframleiðslu hafsins – Ný rannsókn á vegum Havforskningsinstituttet

Ný vísindarannsókn frá Havforskningsinstituttet í Noregi bendir til þess að tegundir skíðishvala eins og hrefna, langreyður og hnúfubakur stuðli að aukinni frumframleiðslu í hafinu – allt að 10 % á sumrin og um 4 % árlega, samkvæmt umfjöllun mbl.ist um málið.
Rannsóknin sýnir að hvalirnir koma næringarefnum til skila með þvagi og seyru, sem hjálpar plöntusvifi að vaxa og tryggir þannig betra grunnfóður fyrir fæðu­keðjuna. Plöntusvif eru frumframleiðendur í fæðuvef hafsins og því mikilvægir heilsu sjávar.
Þetta undirstrikar mikilvægi hvala í fæðuvefnum – og um leið mikilvægi þeirra rannsókna sem stundaðar eru á hvölum og þeirri fræðslu sem Hvalasafnið á Húsavík sinnir.
Hnúfubakar

Bjarni Benediktsson breytti afstöðu sinni til afgreiðslu á umsókn Hvals hf. um hvalveiðileyfi

Samkvæmt frétt RÚV frá 8. apríl 2025 taldi Bjarni Benediktsson sig upphaflega vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um hvalveiðileyfi vegna tengsla við fyrirtækið. Síðar breytti hann afstöðu sinni og taldi sig hæfan til að taka ákvörðun í málinu. Þetta vakti athygli og umræður um hæfi ráðherra til að taka ákvarðanir í málum þar sem persónuleg tengsl kunna að vera til staðar.


Hvalasafnið á Húsavík hefur á síðustu vikum unnið að uppfærslu á sýningu sinni um sögu Hvalveiða á Íslandi, enda hefur sú saga verið í mikilli þróun síðustu árin. Við hvetjum fólk sem hefur áhuga á að heimsækja okkur og skoða nýju sýninguna.

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the beach below the farm Neðri-Dálksstaðir, as reported by mbl:
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/03/26/hvalshrae_i_fjorunni_nordan_svalbardseyrar/.

After hiking down to the beach accompanied by some locals, the whale carcass was clearly visible, although the high-tide had submerged it.

The weather was cold and snowy, and a  flock of northern fulmars could be seen sitting around it, occasionally pecking at the dead body.
The carcass was of a small humpback whale (Megaptera novaeangliae), discoloured from the decomposition.

It seems more than likely that the carcass is the same one spotted in Hrísey island last March, as reported by Vísir: https://www.visir.is/g/20242541562d/hrae-hnufu-baks-i-hris-ey-legid-lengi

The winds and currents seem to have brought it further into the fjord, and it could end up traveling more before breaking down completely. But only time will tell.

Humpback whale carcass

 

Pectoral fin of the whale

Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir frestun hvalveiða

Umboðsmaður Alþingis hefur skilað álitinu sitt vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun hvalveiða. Hann telur að reglugerð um frestun hvalveiða hafi ekki nógu skýra stoð í lögum og hafi ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf. Umboðsmaður bendir á að lög um hvalveiðar hafi ekki verið endurskoðuð í ljósi áætlanir um dýravelferð, sem fram koma í Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Álitinu fylgir tímalína atburða frá eftirlitsskýrslu MAST árið 2022 fram að nýlega álitinu í janúar 2024. Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum frá matvælaráðuneytinu um reglugerð um tímabundna frestun á upphafi hvalveiða. Hann býður upp á endurskoðun á reglugerðum um hvalveiðar og beinir til ráðuneytisins að hafa sjónarmiðin í áliti hans í huga til framtíðar. Álitinu fylgja ekki sérstök átök eða framhaldsátak, en umboðsmaður fellst á skýringar ráðuneytisins um dýravelferðarsjónarmiði við hvalveiðar, hins vegar bendir á að meðalhóf og verndun hvalastofnsins ætti að vera grundvöllur laga á þessu sviði.

Lesið meira hér:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/05/Umbodsmadur-Althingis-skilar-aliti-vegna-frestunar-hvalveida/

Mynd frá Hafró

 

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum og virtist þessi útlitsgalli ekki há honum.
Sérfræðingar telja að afmyndunin sé líklega erfðagalli þar sem bæði bægslin líta svona út. Þrátt fyrir að hvaldýr, þar á meðal rákahöfrungar, hafi fingurbein inn í bægslunum, sem leyfar af þróunarsögu hvala frá landgengum spendýrum, virðist eitthvað af þeim beinum vanta í þennan tiltekna höfrung. Þrátt fyrir þetta afbrigði, virðist höfrungurinn vera við góða heilsu.

Lesið meira hér:
https://www.livescience.com/animals/dolphins/extremely-rare-dolphin-with-thumbs-photographed-in-greek-gulf

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11. október, var kölluð til af íbúum á staðnum sem höfðu komið auga á hvalinn í neyð nálægt bænum Gustavus. Íbúarnir greindu frá óvenjulegri hegðun hvalsins, þar á meðal að elta tvær baujur og átti bersýnilega erfitt með að hreyfa sig eðlilega. Björgunarsveitin, þar á meðal starfsmenn þjóðgarðsins og meðlimir samtakanna Large Whale Entanglement Response, komust að þeirri niðurstöðu að flækjan væri lífshættuleg hvalnum. Björgunarsveitin notaði drónaupptökur til að meta ástandið og eftir margra klukkustunda vinnu tókst að losa hvalinn með því að skera á línurnar. Samtökin munu fylgjast með ástandi hvalsins næstu vikurnar.

Nánar um fréttina hér: https://www.theguardian.com/us-news/2023/oct/30/rescuers-free-humpback-whale-hog-tied-crab-pot-alaska

Blue whale and orcas spotted in the bay

The whale watching companies North Sailing and Gentle Giants have posted on their facebook pages that a blue whale had been spotted in the bay yesterday, the first one of the season.

A pod of orcas was also spotted yesterday, as have other species in the last few days, which tells us that the whale watching season has a great start this year.

A blue whale goes for a dive
Photo: Northsailing

Steypireyður og háhyrningar í flóanum

Hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants lýsa því á fésbókarsíðu sínum að í gær hafi sést til steypireyðar í flóanum. Er það í fyrsta skipti á vertíðinni sem það gerist.

Einnig sást hópur af háhyrningum, auk þess sem aðrar tegundir hafa sést síðustu daga, svo segja má með sanni að hvalaskoðunarvertíðin sé farin vel af stað.

Háhyrningur
Mynd: Gentle Giants
Steypireyður fer í kaf
Mynd: Norðursigling