Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11. október, var kölluð til af íbúum á staðnum sem höfðu komið auga á hvalinn í neyð nálægt bænum Gustavus. Íbúarnir greindu frá óvenjulegri hegðun hvalsins, þar á meðal að elta tvær baujur og átti bersýnilega erfitt með að hreyfa sig eðlilega. Björgunarsveitin, þar á meðal starfsmenn þjóðgarðsins og meðlimir samtakanna Large Whale Entanglement Response, komust að þeirri niðurstöðu að flækjan væri lífshættuleg hvalnum. Björgunarsveitin notaði drónaupptökur til að meta ástandið og eftir margra klukkustunda vinnu tókst að losa hvalinn með því að skera á línurnar. Samtökin munu fylgjast með ástandi hvalsins næstu vikurnar.

Steypireyður og háhyrningar í flóanum

Hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants lýsa því á fésbókarsíðu sínum að í gær hafi sést til steypireyðar í flóanum. Er það í fyrsta skipti á vertíðinni sem það gerist.

Einnig sást hópur af háhyrningum, auk þess sem aðrar tegundir hafa sést síðustu daga, svo segja má með sanni að hvalaskoðunarvertíðin sé farin vel af stað.

Háhyrningur
Mynd: Gentle Giants
Steypireyður fer í kaf
Mynd: Norðursigling