Hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants lýsa því á fésbókarsíðu sínum að í gær hafi sést til steypireyðar í flóanum. Er það í fyrsta skipti á vertíðinni sem það gerist.
Einnig sást hópur af háhyrningum, auk þess sem aðrar tegundir hafa sést síðustu daga, svo segja má með sanni að hvalaskoðunarvertíðin sé farin vel af stað.