Bíó á Hönnnunarþingi

Á HönnunarÞinginu verða sýndar fjórar kvikmyndir sem tengjast matargerð.

Frítt er inn á sýningarnar, gengið inn um aðalinngang Hvalasafnsins á Húsavík.

Sýningardagskrá

Tími

10:30

13:00

14:30

15:15

17:30

Kvikmynd

Gósenlandið

Gróa

Kolmuni – Fish without place

Gósenlandið (endursýning)

Grásleppan

Lengd

97 mín

75 mín

31 mín + Q&A

97 mín

18 mín

Tungumál / Texti

Íslenska / Enskur texti

Íslenska / Enskur texti

Enska / Enskur texti

Íslenska / Enskur texti

Íslenska

Gósenlandið – íslensk matarhefð og matarsaga

Í heimildarmyndinni Gósenlandinu er fjallað um íslenska matarhefð og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matarsögu Íslendinga. Söguna segir Elín Methúsalemsdóttir heitin og fjölskylda hennar. Elín sat sem barn við hlóðirnar í gamla burstabænum að Bustarfelli í Vopnafirði og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla.

Matargerð á Íslandi einkenndist af skorti; salt vantaði, brenni vantaði, korn vantaði, flest það sem nóg var af hjá nágrannaþjóðum. En engu að síður hefur þjóðin sem byggði landið fundið leiðir til að bæta úr skortinum. Því er nafngiftin, Gósenlandið, ekki gefin í kaldhæðni. Heldur má segja að mataræði Íslendinga í hinu gamla bændasamfélagi, hvort sem þeir bjuggu inn til dala eða í þurrabúð við sjóinn hafi verið furðu hollt, þótt vitanlega hafi eitthvað verið um hörgulsjúkdóma á útmánuðum. Síðan hófst mikill innflutningur rúgs og annarra korntegunda á fyrri hluta 19. aldar og prótínneysla Íslendinga snarminnkaði. Sú mikla breyting hélt áfram og um miðja tuttugustu öld töldust Íslendingar með helstu sykurætum heims, ásamt þjóðunum við Karabíska hafið sem framleiddu sykurinn. Menningaráhrif frá herraþjóðinni í Danmörku mótuðu matarsmekk Íslendinga löngum og síðan áhrif frá Bandaríkjunum eftir stríð. Nú koma til aðrir áhrifavaldar; matarmenning innflytjenda og þjóða sem Íslendingar sækja heim, lífræn ræktun og tískustraumar í matargerð. Andi okkar tíma vísar til endurskilgreiningar á hefð og til mótsvars við fjöldaframleiðslu, þegar hún, ásamt alþjóðavæðingu, hefur endanlega haslað sér völl.

Gróa

Við kynnumst hugsjón og ástríðu nokkurra lífrænna bænda á Íslandi og sögunni á bak við matinn.

Heimildarmyndin er saga þriggja barna móður sem flytur frá Íslandi til Danmerkur vegna tónlistarnáms og flytur þaðan 10 árum síðar með eiginmanni sínum Jesper sem ólst upp á lífrænum bóndabæ í Danmörku.

Drifin áfram af móðurhlutverkinu kynnir Anna María sér lífræna ræktun á Íslandi út frá áhrifum á umhverfið, náttúruna og heilsu barnanna okkar.

Við kynnumst hugsjón og ástríðu lífrænu bændanna og sögunni á bak við matinn.

  • 1% landbúnaðar með lífræna vottun á Íslandi.
  • 4 af 500 kúabændur með lífræna vottun á Íslandi.
  • Í dag kostar lífræn vottun bændur á Íslandi en er ókeypis víða annarsstaðar.

Heimsóttir eru þrír íslenskir lífrænir bóndabæir víðs vegar um landið sem gera hlutina á sinn eigin hátt. Einn grænmetisbóndi, tveir kúabændur og tveir kornræktendur.

Kvikmyndin GRÓA er eftir Önnur Maríu Björnsdóttur og Tuma Bjart Valdimarsson. Í myndinni kynnir Anna María sér lífræna ræktun á Íslandi út frá áhrifum á umhverfið, náttúruna og heilsu barnanna okkar.

Kolmunni – Fish without place

Janek Beau og Max Greiner, meistaranemar við Listaháskóla Íslands, kynna sér og segja frá í myndinni hvernig kolmunni er nær eingöngu unninn í mjöl í stað þess að vera nýttur til manneldis. Með staðbundinni inngripstilraun í Vopnafirði er fiskurinn kynntur að nýju sem götumatur, sem varpar ljósi möguleikann á að endurhugsa matarmenningu.

Þrátt fyrir gnægð kolmunna í heimahögum er hann nær eingöngu unninn í fiskimjöl til útflutnings og fer þannig framhjá íslenskri matarmenningu.

Verkefnið dregur í efa bæði efnahagsleg og vistfræðileg rök þessa kerfis og leggur til aðra leið: að kynna kolmunna að nýju sem staðbundinn matvælakost.

Kjarninn í verkefninu er staðbundin inngripstilraun – pop-up matsölustaður sem býður upp á götumat úr kolmunna fyrir samfélagið og starfsfólk Brims.


Með því að kynna fiskinn í aðgengilegu og kunnuglegu formi er brú byggð milli iðnaðar og daglegrar neyslu, og gildismat – mótað af innviðum og regluverki – dregið í efa.

Grásleppan

Grásleppan er falleg heimildamynd Rutar Sigurðardóttur um grásleppuveiðar þar sem grásleppusjómennirnir Birgir og Eiríkur á Bakkafirði fara á kostum.