Farsælt samstarf Hvalasafnsins og Bandaríska sendiráðsins

Valdimar Halldórsson og Huld Hafliðadóttir, starfsmenn Hvalasafnsins, áttu í gær góðan fund með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber. Hvalasafnið hefur undanfarin misseri átt í góðu samstarfi við Bandaríska sendiráðið, en síðastliðinn vetur tók sendiráðið þátt í að styrkja samstarfsverkefni Hvalasafnsins á Húsavík og Hvalveiðisafnsins í New Bedford í Bandaríkjunum. Verkefnið, sem ber heitið Connecting Coastal Communties, miðar að því að tengja saman ólík strandsamfélög beggja vegna Atlantshafsins í gegnum safnasamstarf og ungmennaskipti. Á fundinum þakkaði starfsfólk safnsins formlega fyrir stuðninginn við verkefnið, en slíkur stuðningur er safninu og fræðslustarfi þess afar mikilvægur. Í lok fundar færði Huld Robert þakkargjöf sem þátttakendur í verkefninu áttu þátt í að útbúa.

Þá kom einnig fram á fundinum einlægur vilji beggjað aðila til áframhaldandi samstarfs.

IMG_1364_frétt

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.