Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11. október, var kölluð til af íbúum á staðnum sem höfðu komið auga á hvalinn í neyð nálægt bænum Gustavus. Íbúarnir greindu frá óvenjulegri hegðun hvalsins, þar á meðal að elta tvær baujur og átti bersýnilega erfitt með að hreyfa sig eðlilega. Björgunarsveitin, þar á meðal starfsmenn þjóðgarðsins og meðlimir samtakanna Large Whale Entanglement Response, komust að þeirri niðurstöðu að flækjan væri lífshættuleg hvalnum. Björgunarsveitin notaði drónaupptökur til að meta ástandið og eftir margra klukkustunda vinnu tókst að losa hvalinn með því að skera á línurnar. Samtökin munu fylgjast með ástandi hvalsins næstu vikurnar.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Lokað er fyrir athugasemdir.