Fréttir af ársfundi 2018

Ársfundur Hvalasafnsins
Ársfundur Hvalasafnsins fór fram 8. mars 2018.  Framkvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemi safnsins á árinu 2017.  Þar kom fram að starfsemin gekk heilt yfir vel á árinu. Safnastarfsemin var fjölbreytt og bar hæst opnun á nýrri sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar í október 2017.  Árlega Hvalaráðstefnan fór fram í lok júní og tókst vel. Hvalaskólinn starfaði að venju og heimsóttu krakkar úr Borgarhólsskóla og frá leikskólanum Grænuvöllum Hvalasafnið og unnu verkefni af því tilefni. Ýmislegt annað bar á góma í starfsemi safnsins, t.d. ýmsir fundir og heimsókn sendiherra Bankaríkjanna og loks fór starfsfólk safnsins í tvær kynnisferðir erlendis á árinu.

Viðhald og framkvæmdir
Í upphafi árs 2017 var hafist handa við að steypa nýtt gólf og endurnýja lagnir í kjallara safnsins vegna vatnsleka.  Verkið reyndist umfangsmikið og þurfti að steypa sérstakan styrktarvegg við burðarvegg vegna vatnsskemdanna. Í júnímánuði seldi Hvalasafnið hluta jarðhæðar safnsins til Steinsteypis ehf að undangenginni auglýsingu.  Um er að ræða laus rými sem áður hýstu frystigeymslur.  Í ljós kom við niðurrif á einangrun á þessum hluta hússins að burðurinn í húsinu var lítill.  Það þýddi að eigendur hússins, Hvalasafnið og Steinsteypir, tóku höndum saman og fjármögnuðu miklar steypustyrkingar á húsinu í hlutfalli við eignarhlut hvors aðila. Þessi vinna var unnið eftir ráðgjöf frá Mannvit.
Tvær viðbyggingar við Hvalasafnið sem snéru til norðurs voru rifnar undir lok árs 2017 enda var ástand þeirra slæmt.  Þessar viðbyggingar eru staðsettar á framtíðarbyggingarreit í eigu Hvalasafnsins. Til stendur að ganga frá þessari lóð til norðurs og verður hún nýtt sem bílastæði og aðkeyrsla að geymslum safnsins að norðanverðu.


Afkoma og gestafjöldi
Aðsókn á safnið var góð á árinu og var áþekk frá árinu áður og voru gestir ríflega 34.000.  Rekstur Hvalasafnsins gekk vel á árinu 2017.  Tekjur námu ríflega 75 m.kr og hagnaður ársins nam 10,7 m.kr.  Til samanburðar nam hagnaður ársins 2016 um 8 m.kr.  Eigið fé Hvalasafnsins hefur aukist á síðustu árum og nam í árslok 2017 um 90 m.kr. Hér má sjá afrit af ársreikningi 2017.


Stjórn kjörin
Stjórn Hvalasafnsins var á ársfundinum kjörin fyrir árið 2018. Samkvæmt samþykktum Hvalasafnsins skulu Menningarmiðstöð Þingeyinga, Norðurþing, Húsavíkurstofa og Rannsóknarstofnanir í Þingeyjarsýslum skipa fulltrúa í stjórn.  Eftirtaldir skipa stjórnina fyrir árið 2018:
Þorkell Lindberg Þórarinsson, formaður
Heiðar Hrafn Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Jónas Einarsson

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.