Góð aðsókn á fyrirlestur Dr. Joe Roman

Þrátt fyrir leiðindaveður var afar vel mætt á fyrirlestur Dr. Joe Roman sem fram fór í Hvalasafninu í gær. Fyrirlesturinn bar heitið
„Vaxandi hvalastofnar: Hvernig fjölgun hvala getur hjálpað lífríki hafsins „

Eins og titillinn gefur til kynna fjallaði fyrirlesturinn um breytingar á lífríki hafsins í kjölfar minnkunar hvalveiði í heiminum. Endurheimt stórhvalastofna til fyrra ástands, eftir aldalanga ofveiði, er til marks um einstakan árangur í umhverfisvernd á síðustu öld. Samt sem áður getur fjölgun hvala skapað áreksta þar sem stundum er litið á þá sem samkeppnisaðila við fiskveiðar og aðra mannlega hagsmuni. Í fyrirlestrinum ræddi Dr. Roman líffræðilegt hlutverk hvala í hafinu, m.a. hvernig þeir ýti undir framleiðni og vistfræðilegan fjölbreytileika, og þjóni í raun hlutverki verkfræðinga sjávarins.

Joe Roman er verndarlíffræðingur við Háskólann í Vermont, Bandaríkjunum. Hann dvelur nú á Íslandi með rannsóknarstyrk á sviði Norðurskautsfræða frá Fulbright-stofnuninni. Starfar hann við Háskóla Íslands þar sem hann fæst við að rannsaka hvernig næringarefni í sjó berast frá norðlægum breiddargráðum með hvölum, ferli sem hefur verið nefnt “stóra hvalafæribandið”. Roman hefur annars einkum áhuga á verndun tegunda í útrýmingarhættu, vistfræði hvala og vistkerfi eyja.

Hvalasafnið á Húsavík þakkar Dr. Roman kærlega fyrir fróðlegan fyrirlestur.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.