Góð aðsókn á fyrirlestur Dr. Joe Roman

Þrátt fyrir leiðindaveður var afar vel mætt á fyrirlestur Dr. Joe Roman sem fram fór í Hvalasafninu í gær. Fyrirlesturinn bar heitið
„Vaxandi hvalastofnar: Hvernig fjölgun hvala getur hjálpað lífríki hafsins „

Eins og titillinn gefur til kynna fjallaði fyrirlesturinn um breytingar á lífríki hafsins í kjölfar minnkunar hvalveiði í heiminum. Endurheimt stórhvalastofna til fyrra ástands, eftir aldalanga ofveiði, er til marks um einstakan árangur í umhverfisvernd á síðustu öld. Samt sem áður getur fjölgun hvala skapað áreksta þar sem stundum er litið á þá sem samkeppnisaðila við fiskveiðar og aðra mannlega hagsmuni. Í fyrirlestrinum ræddi Dr. Roman líffræðilegt hlutverk hvala í hafinu, m.a. hvernig þeir ýti undir framleiðni og vistfræðilegan fjölbreytileika, og þjóni í raun hlutverki verkfræðinga sjávarins.

Joe Roman er verndarlíffræðingur við Háskólann í Vermont, Bandaríkjunum. Hann dvelur nú á Íslandi með rannsóknarstyrk á sviði Norðurskautsfræða frá Fulbright-stofnuninni. Starfar hann við Háskóla Íslands þar sem hann fæst við að rannsaka hvernig næringarefni í sjó berast frá norðlægum breiddargráðum með hvölum, ferli sem hefur verið nefnt “stóra hvalafæribandið”. Roman hefur annars einkum áhuga á verndun tegunda í útrýmingarhættu, vistfræði hvala og vistkerfi eyja.

Hvalasafnið á Húsavík þakkar Dr. Roman kærlega fyrir fróðlegan fyrirlestur.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.