Hönnunarvörur Sigurjóns Pálssonar komnar í sölu

Hvalasafnið hefur tekið í sölu nýja vöru frá húsvíska hönnuðinum Sigurjóni Pálssyni í minjagripaverslun sinni. Um er að ræða svartan hval. Sigurjón er hvað þekktastur fyrir fuglana sína sem til að mynda má finna í miðbæ Húsavíkur í stórri útgáfu.  Fuglarnir í hefðbundinni stærð eru einnig í sölu hjá okkur á safninu. Nýji hvalur Sigurjóns smellpassar í minjagripaverslun safnsins.Á heimasíðu Epal, sem sér um dreifingu á vörunni, má finna eftirfarandi texta um hval:
“Á fornum landakortum er gjöfult hafið umhverfis Ísland gjarnan sýnt krökt af spúandi furðuskepnum. Enn í dag hafa þessi dýr yfir sér einhvern seiðmagnaðan ævintýraljóma sem dregið hafa milljónir manna til Íslands og á vit þeirra. Komast má í návígi við hvali víða umhverfis landið. Siglt er frá stöðum sem næstir eru helstu hvalaslóðum þar sem virða má fyrir sér þessa ljúflyndu risa hafsins velta sér í yfirborðinu i nokkurra metra fjarlægð”.

 

hvalur1

Útstilling á vörum Sigurjóns.

 

Við minnum á að verslun Hvalasafnsins er opin alla daga í október frá kl 10-16 á opnunartíma safnsins.  Frá og með 1. nóvember og í allan vetur verður opið alla virka daga frá kl 10-16.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.