Hönnunarvörur Sigurjóns Pálssonar komnar í sölu

Hvalasafnið hefur tekið í sölu nýja vöru frá húsvíska hönnuðinum Sigurjóni Pálssyni í minjagripaverslun sinni. Um er að ræða svartan hval. Sigurjón er hvað þekktastur fyrir fuglana sína sem til að mynda má finna í miðbæ Húsavíkur í stórri útgáfu.  Fuglarnir í hefðbundinni stærð eru einnig í sölu hjá okkur á safninu. Nýji hvalur Sigurjóns smellpassar í minjagripaverslun safnsins.Á heimasíðu Epal, sem sér um dreifingu á vörunni, má finna eftirfarandi texta um hval:
“Á fornum landakortum er gjöfult hafið umhverfis Ísland gjarnan sýnt krökt af spúandi furðuskepnum. Enn í dag hafa þessi dýr yfir sér einhvern seiðmagnaðan ævintýraljóma sem dregið hafa milljónir manna til Íslands og á vit þeirra. Komast má í návígi við hvali víða umhverfis landið. Siglt er frá stöðum sem næstir eru helstu hvalaslóðum þar sem virða má fyrir sér þessa ljúflyndu risa hafsins velta sér í yfirborðinu i nokkurra metra fjarlægð”.

 

hvalur1

Útstilling á vörum Sigurjóns.

 

Við minnum á að verslun Hvalasafnsins er opin alla daga í október frá kl 10-16 á opnunartíma safnsins.  Frá og með 1. nóvember og í allan vetur verður opið alla virka daga frá kl 10-16.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.