Hópur formanna í heimsókn á Hvalasafninu

Síðastliðinn laugardag sóttu formenn aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands, ásamt mökum, safnið heim, en formannafundur aðildarfélaganna var haldinn í húsnæði Framsýnar um helgina. Um 30 manns litu við og voru margir gestanna að koma í fyrsta skipti, en heimsóknin var hluti af óvissuferð hópsins um Húsavík og Mývatnssveit. Auk heimsóknar í Hvalasafnið, heimsótti hópurinn Sjóminjasafnið á Húsavík, Helguskúr, Vogafjós og Jarðböðin í Mývatnssveit.

Á myndinni er Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands lengst til hægri.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.