Hópur formanna í heimsókn á Hvalasafninu

Síðastliðinn laugardag sóttu formenn aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands, ásamt mökum, safnið heim, en formannafundur aðildarfélaganna var haldinn í húsnæði Framsýnar um helgina. Um 30 manns litu við og voru margir gestanna að koma í fyrsta skipti, en heimsóknin var hluti af óvissuferð hópsins um Húsavík og Mývatnssveit. Auk heimsóknar í Hvalasafnið, heimsótti hópurinn Sjóminjasafnið á Húsavík, Helguskúr, Vogafjós og Jarðböðin í Mývatnssveit.

Á myndinni er Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands lengst til hægri.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.