Hvalasafnið opið á nýjan leik

Eftir 6 vikna lokun vegna Covid 19 opnaði Hvalasafnið á ný í dag. Opnunartímar í maí eru frá 12-16. Lokað verður á sunnudögum. Nóg til af spritti og verður tveggja metra reglan að sjálfsögðu virt. Þá er hámarksfjöldi gesta inni á safninu bundinn við 50 manns í einu.

Að sögn Heiðars Hrafns Halldórssonar verkefnisstjóra á Hvalasafninu er starfsfólki nokkuð létt að geta opnað safnið á ný, enda þótt sjálfsagt verði gestir mjög fáir fyrstu vikurnar. Strax í dag hafi komið nokkrir gestir á safnið og því nokkuð líflegt um að litast miðað við síðustu vikur á undan. Hvalasafnið ætti að sögn Heiðars að vera skylduviðkomustaður innlendra ferðamanna í sumar enda afar vel heppnað safn sem meðal annars hýsir aðra af tveimur steypireyðargrindum sem til sýninga eru í Evrópu.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.