Hvalaskoðun í miklum blóma í Skjálfandaflóa

Í dag er 1. ágúst og má því sannarlega segja að hápunktinum í íslenska ferðasumrinu sé náð. Þegar þetta er skrifað er 22 stiga hiti á Húsavík, mikið af ferðamönnum og bærinn iðandi af lífi. Sumarið var ansi seint á ferðinni þetta árið. Júní var kaldur og votviðrasamur og stór hluti af júlí einnig. Fjöldi ferðamanna stóðst þó væntingar að miklu leyti. Þá hefur hvalaskoðun á Skjálfandaflóa gengið vel og mikið líf búið að vera í flóanum í allt sumar. Að vanda hefur verið mikið af hnúfubökum, hrefnum og höfrungum og einnig hafa steypireyðar sést mörgum sinnum. Þá hafa háhyrningar sést töluvert oftar en undanfarin ár.

Almennt hefur allur gangur verið á hvalaskoðun á Íslandi þetta sumarið. Samkvæmt vísi.is hefur til að mynda verið mjög lítið um hval í Eyjafirði í júlímánuði.

Mynd: Christian Schmidt

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.