Hvalaskoðunarvertíðin frá Húsavík fer líflega af stað

Hvalaskoðunarferðir frá Húsavík hófust í byrjun marsmánaðar.  Veður hefur verið þokkalegt og aðsókn með ágætum.  Tvö hvalaskoðunarfyrirtæki, Norðursigling og Gentle Giants, sigla nú daglega með ferðamenn útá Skjálfanda. Vertíðin fer vel af stað og margar tegundir hafa sést síðustu daga enda hefur æti verið mikið í flóanum og t.a.m. mikil loðna verið á ferðinni undanfarið.  Í dag sáust þrjár stórhvalategundir í einni og sömu ferðinni, langreyðar, hnúfubakur og sandreyð. Þá hafa einnig sést háhyrningar og höfrungar á Skjálfanda síðustu daga.

langreyður

Langreyður á Skjálfanda. Mynd: Garðar Þröstur Einarsson

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.