Hvalir auka frumframleiðslu hafsins – Ný rannsókn á vegum Havforskningsinstituttet

Ný vísindarannsókn frá Havforskningsinstituttet í Noregi bendir til þess að tegundir skíðishvala eins og hrefna, langreyður og hnúfubakur stuðli að aukinni frumframleiðslu í hafinu – allt að 10 % á sumrin og um 4 % árlega, samkvæmt umfjöllun mbl.ist um málið.
Rannsóknin sýnir að hvalirnir koma næringarefnum til skila með þvagi og seyru, sem hjálpar plöntusvifi að vaxa og tryggir þannig betra grunnfóður fyrir fæðu­keðjuna. Plöntusvif eru frumframleiðendur í fæðuvef hafsins og því mikilvægir heilsu sjávar.
Þetta undirstrikar mikilvægi hvala í fæðuvefnum – og um leið mikilvægi þeirra rannsókna sem stundaðar eru á hvölum og þeirri fræðslu sem Hvalasafnið á Húsavík sinnir.
Hnúfubakar
Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.