Ný vísindarannsókn frá Havforskningsinstituttet í Noregi bendir til þess að tegundir skíðishvala eins og hrefna, langreyður og hnúfubakur stuðli að aukinni frumframleiðslu í hafinu – allt að 10 % á sumrin og um 4 % árlega, samkvæmt umfjöllun mbl.ist um málið.
Rannsóknin sýnir að hvalirnir koma næringarefnum til skila með þvagi og seyru, sem hjálpar plöntusvifi að vaxa og tryggir þannig betra grunnfóður fyrir fæðukeðjuna. Plöntusvif eru frumframleiðendur í fæðuvef hafsins og því mikilvægir heilsu sjávar.
Þetta undirstrikar mikilvægi hvala í fæðuvefnum – og um leið mikilvægi þeirra rannsókna sem stundaðar eru á hvölum og þeirri fræðslu sem Hvalasafnið á Húsavík sinnir.
Rannsóknin sýnir að hvalirnir koma næringarefnum til skila með þvagi og seyru, sem hjálpar plöntusvifi að vaxa og tryggir þannig betra grunnfóður fyrir fæðukeðjuna. Plöntusvif eru frumframleiðendur í fæðuvef hafsins og því mikilvægir heilsu sjávar.
Þetta undirstrikar mikilvægi hvala í fæðuvefnum – og um leið mikilvægi þeirra rannsókna sem stundaðar eru á hvölum og þeirri fræðslu sem Hvalasafnið á Húsavík sinnir.


