Hvalir við Ísland

Heimkynni og sumardvalarstaður

Hafið við Ísland er heimkynni margra hvalategunda þó sumar þeirra verji þar aðeins sumarmánuðunum. Af þeim hvalategundum sem þekktar eru í heiminum í dag finnast um 45% í Evrópu og þar af 23 tegundir á íslensku hafsvæði. Sumar þeirra fara hér aðeins um og sjást einungis af og til.

 

 

 Íslandsmið eru næringarstöðvar

Hafið við Ísland er flestum tegundum sem hér finnast mikilvægt til fæðuöflunar og verja þær sumrunum við landið í ætisleit. Næringarríkur sjór Norður-Atlantshafsins og lega strandlengjunnar býður upp á mismunandi búsvæði sem henta tegundum með ólíkar þarfir.